Fara í innihald

Konfúsíusismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Konfúsískt hof í Wuwei í Kína.

Konfúsíusismi er kínverskt siðfræði- og heimspekikerfi kennt við Konfúsíus sem var einn af upphafsmönnum þessa heimspeki kerfis á sínum tíma, þ.e. fimmtu til fjórðu öld f.Kr. Helstu einkenni konfúsíusisma er sú að taka skal hefðbundin gildi og aðlaga þau að nútímanum. Margir gagnrýnendur konfúsíusisma telja einmitt að hann boði einungis hefðbundin gildi og að fylgja skuli þeim í hvívetna.

Upphaf konfúsíusisma er erfitt að segja til um því Kína hefur ávallt verið land hefða og fylgt þeim sterklega. En segja má að upphaf hans hafi átt rætur sínar í Zhou keisaraveldinu sem er kennt við tímabilið 772-221 f. Kr. því heimspekingar þess tíma töldu að upphaf þess tímabils hefði verið tímabil grósku og vildu viðhalda þeim siðgæðum sem hefðu fylgt þeim tímum. Þegar Konfúsíus var uppi, var þetta keisaraveldi aðeins til að nafninu til og hertogar og furstar höfðu tekið sér völdin og voru að kljást sína á milli sem leiddi landið í upplausn. Konfúsíus og samstarfsmenn hans fóru að predika sína heimspeki til að fá fólk til að sameinast aftur undir einni þjóð. Þessar predikanir voru skráðar niður af fylgismönnum Konfúsíusar sem voru í tugatali. Það eru þó einna helst Mensíus og Xunzi sem voru hvað áhrifamestir í áframhaldandi þróun á konfúsíusisma. Talið er að Mensíus hafi fylgt kenningum Konfúsíusar meira heldur en Xunzi þar sem sá síðarnefndi þróaði heimspeki sem var fraker einræðisleg og leiddi til þess að Qin Shi Huang komst til valda og Qin veldið varð ráðandi í 15 ár frá 221 f.Kr. til 206 f.Kr. þegar Hanveldið tók við.

Undir Han veldinu varð konfúsíusismi að opinberri stefnu og var hún leiðandi alveg til loka kínverska keisaraveldisins árið 1911.