Helleníski tíminn
Útlit
(Endurbeint frá Hellenska tímabilið)
Helleníski tíminn er það tímabil fornaldar nefnt, einkum í fornaldarsögu Grikklands, sem nær frá dauða Alexanders mikla árið 323 f.Kr. til orrustunnar við Actíum árið 31 f.Kr. Stundum er miðað við upphaf keisaratímans í Róm árið 27 f.Kr. Í fornaldarheimspeki er gjarnan miðað við dauða Aristótelesar árið 322 f.Kr. en seinni mörkin eru oft óljós, enda var sú heimspeki sem var stunduð eftir 1. öld f.Kr. og fram á 2. og 3. öld e.Kr. í meginatriðum heimspeki helleníska tímans.
Á hellenískum tíma blómstruðu borgir eins og Alexandría, Antíokkía og Pergamon auk Aþenu. Alþjóðleg viðskipti jukust mjög fyrir botni Miðjarðarhafs og forngríska breiddist út um allt veldi Alexanders mikla og hélst lingua franca fram á rómverskan tíma.