Silkivegurinn
Útlit
Silkivegurinn var um 6400 km net af verslunarleiðum sem tengdu Asíu og Evrópu. Allt frá 2. öld f. Kr. fóru úlfaldalestir eftir Silkiveginum. Leiðin byrjaði í Sian í Kína og hlykkjaðist þaðan alla leið að austurhluta Miðjarðarhafsstrandar. Silki var flutt þaðan til Rómar. Þetta var aðal verslunarleiðin fyrir silki allt þar til á 7. öld e. Kr. en frá þeim tíma er sjóleiðin talin fjótlegri og öruggari. Á seinni tímum hefur orðið Silkivegurinn verið notað bæði fyrir landleiðir og sjóleiðir.