Fara í innihald

Húsdýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húsdýr eru dýr, sem hafa lengi aðlagast manninum og komið honum að notum með vinnu sinni eða afurðum, oft að lokinni tamningu og ræktun. Þótt sagt sé, að dýrategund teljist með húsdýrum, er ekki átt við, að allir einstaklingar af henni geti kallast húsdýr. Venjulega eru einnig fjölmörg dýr, sem eru algerlega villt. Þannig nýta Samar til dæmis hreindýr sem húsdýr, þótt víða annars staðar gangi þau villt og séu ekki notuð nema til veiða.

Með húsdýrum eru gjarnan talin þau dýr, sem veita fólki félagsskap á heimilum þess, til dæmis skrautfuglar og gullfiskar, þótt lítið annað gagn sé af þeim að hafa. Um slík dýr finnast einnig orðin heimilisdýr og gæludýr. Á íslensku eru þessi tvö orð oft notuð, svo að orðið húsdýr nær fremur til hefðbundinna nytjadýra. Á þýsku er þessu öfugt farið, svo að gæludýr yfirtaka oft í daglegu tali orðið húsdýr (Haustier).

Nokkur algeng húsdýr

[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir, ítarefni, tenglar

[breyta | breyta frumkóða]