Fara í innihald

Frjósami hálfmáninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir frjósama hálfmánann

Frjósami hálfmáninn er hugtak sem bandaríski fornleifafræðingurinn James Henry Breasted setti fram árið 1916 og á við hálfmánalaga svæði í Vestur-Asíu sem nær frá botni Persaflóa, eftir ánum Efrat og Tígrisbotni Miðjarðarhafs. Þetta svæði er einstaklega frjósamt miðað við þurr svæði allt í kring. Í dag eru Kýpur og Egyptaland oft líka talin til frjósama hálfmánans. Á þessu svæði hófst landbúnaðarbyltingin fyrir 10-8.000 árum og þar þróuðust í fornöld stór menningarsamfélög (Mesópótamía, Assýría, Fönikía og Egyptaland hið forna) með ritmáli, glervinnslu, notkun hjólsins og áveitur. Vegna þessa hefur svæðið líka verið kallað „vagga siðmenningar“ með vísun í eitt eða fleiri þessara menningarsamfélaga.

Í dag eru löndin Írak, Kúveit, Sýrland, Líbanon, Jórdanía, Ísrael, Palestínuríki, Kýpur og Egyptaland að stórum hluta innan þessa svæðis.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.