Silki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Silkiþræðir spunnir úr púpum í Tyrklandi.

Silki er ofið náttúrulegt efni. Það er unnið úr þráðum silkiormsins. Silkivegurinn er söguleg verslunarleið í Mið-Asíu.

Ýmis smádýr af fylkingu liðdýra eins og kóngulær og nokkrir ættbálkar skordýra framleiða silki, ýmist sem fullorðin dýr eða á lirfustigi, en mórberjasilkifiðrildið er sú tegund sem helst býr til silki sem menn geta nýtt sér. Lirfa fiðrildisins framleiðir silkið í púpu sína. Hún breytir laufum mórberjatrésins í límkennda froðu sem verður að þræði þegar það kemur úr munni lirfunnar. Úr þessum hárfína þræði býr lirfan svo til púpu. Hægt er að fá þrjár gerðir af silki úr púpunum. Hespusilki eru löngu þræðirnir yst á púpunni og eru þeir um 1000-1500 m langir. Schappelsilki er unnið úr því sem eftir er af púpunni og eru þeir þræðir aðeins 5-30 cm. Hrásilki er svo unnið úr leifum þeirrar vinnslu og eru þeir þræðir styttri en 5 cm.

Eiginleikar silkisins[breyta | breyta frumkóða]

Silkiþráður er eitt af sterkustu efnum heims miðað við þyngd og það er einnig sveigjanlegt og togsterkt. Silki er mjúkt í að taka og vel einangrandi. Ef silki fær rétta umhirðu hleypur það ekki í þvotti. Ómeðhöndlað silki missir gljáa og góða eiginleika við sólarljós. Það krumpast minna en bómull en meira en ull. Flest silkiefni þola vélþvott á stilingu fyrir viðkvæman þvott en þola ekki þurrkara. Silki er ekki mjög slitsterkt, það rafmagnast auðveldlega og er mölsækið. Efnafræðilega er þráðurinn samsettur úr löngum amínósýrusameindum, mjög svo svipuðum keratíni, en það er efni sem til dæmis er í hári, fjöðrum og nöglum ýmissa annarra dýra.

Wikibækur eru með efni sem tengist
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.