Fara í innihald

Goð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um goð, guðlegar verur í fleirgyðistrú. Einnig er til guð í eingyðistrú.
Ólympsgoðin tólf.

Goð er yfirnáttúruleg, guðleg vera, sem oft er talin búa yfir umtalsverðum kröftum, og er dýrkuð og virt af hópum manna. Þeir hópar sem dýrka tiltekin goð trúa því yfirleitt að þau séu til, en aðrir trúa því yfirleitt ekki. Í íslensku getur goð átt sérstaklega við um æsi, en einnig er orðið notað almennt um yfirskilvitlegar verur sem fylgismenn ýmissa fjölgyðistrúarbragða trúa á.

Goð geta tekið á sig ýmsar myndir, en oft líkjast þau annað hvort mönnum eða dýrum. Í sumum trúarbrögðum telst það guðlast að gera myndir af goðum, eða jafnvel að ætla goðunum tiltekna ásýnd. Yfirleitt eru goð talin ódauðleg. Þau eru einnig oft talin búa yfir tilteknum persónueinkennum, svo sem meðvitund, greind, löngunum og tilfinningum, ekki ósvipað mönnum. Oft eru goðin talin bera ábyrð á ýmsum náttúrufyrirbrigðum, svo sem eldingum, flóðum og jarðskjálftum, og þau eru stundum talin geta gert kraftaverk. Kraftar goðanna eru þó ærið misjafnir, sum goð eru talin ráða tíma og rúmi, og hafa jafnvel skapað heiminn, á meðan önnur eru talin hafa litla krafta umfram menn.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.