Nýja-Gínea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
LocationNewGuinea.png

Hnit: 05°30′S 141°00′A / 5.500°S 141.000°A / -5.500; 141.000 Nýja-Gínea eða Papúa er eyja fyrir norðan Ástralíu sem varð viðskila við meginland Ástralíu þegar sjávarstaða breyttist þannig að flæddi yfir svæðið sem nú heitir Torressund um 5000 f.Kr. Papúa er önnur stærsta eyja jarðar, aðeins Grænland er stærra. Eyjan er 786.000 km2 að flatarmáli. Nýja-Gínea er skipt eyja og deila má um hvort hún tilheyri Eyjaálfu eða Asíu. Hið sjálfstæða ríki Papúa-Nýja-Gínea er á austurhlutanum en á vesturhlutanum eru héruðin Papúa og Vestur-Irian Jaya sem tilheyra Indónesíu. Á Nýju-Gíneu er hæsta fjall Eyjaálfu (telji maður eyjuna til hennar), Carstenz-pýramídinn (eða Puncak Jaya).