Mongólaveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Mynd sem sýnir útbreiðslu Mongólaveldisins 1206-1294.

Mongólaveldið var stærsta samfellda ríki sögunnar og næststærsta heimsveldi sögunnar á eftir breska heimsveldinu. Það varð til við sameiningu mongólskra og tyrkískra þjóða þar sem Mongólía er nú og óx gríðarlega á tímum Gengiss Kan. Á síðari hluta 13. aldar náði það yfir Asíu endilanga, frá Japanshafi til Dónár í Evrópu og frá Hólmgarði til Kambódíu, 33.000.000 ferkílómetra svæði eða 22% af þurrlendi jarðarinnar, þar sem þá bjuggu um hundrað milljón manna.

Þetta mikla heimsveldi var þó skammlíft og Gullna hirðin í Rússlandi og Jagataíkanatið í Mið-Asíu urðu í reynd sjálfstæð og neituðu að viðurkenna völd Kúblaí Kans. Þegar hann lést 1294 hafði Mongólaveldið klofnað í fjögur kanöt; Júanveldið í Kína sem líka ríkti yfir Mongólíu og var að nafninu til yfir hin hafin, Gullna hirðin í Rússlandi, Jagataíkanataið í Mið-Asíu og Ilkanatið í Mið-Austurlöndum þar sem Persaveldi hafði áður verið.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.