Mongólaveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Mynd sem sýnir útbreiðslu Mongólaveldisins 1206-1294.

Mongólaveldið var stærsta samfellda ríki sögunnar og næststærsta heimsveldi sögunnar á eftir breska heimsveldinu. Það varð til við sameiningu mongólskra og tyrkískra þjóða þar sem Mongólía er nú og óx gríðarlega á tímum Gengiss Kan. Á síðari hluta 13. aldar náði það yfir Asíu endilanga, frá Japanshafi til Dónár í Evrópu og frá Hólmgarði til Kambódíu, 33.000.000 ferkílómetra svæði eða 22% af þurrlendi jarðarinnar, þar sem þá bjuggu um hundrað milljón manna.

Þetta mikla heimsveldi var þó skammlíft og Gullna hirðin í Rússlandi og Jagataíkanatið í Mið-Asíu urðu í reynd sjálfstæð og neituðu að viðurkenna völd Kúblaí Kans. Þegar hann lést 1294 hafði Mongólaveldið klofnað í fjögur kanöt; Júanveldið í Kína sem líka ríkti yfir Mongólíu og var að nafninu til yfir hin hafin, Gullna hirðin í Rússlandi, Jagataíkanataið í Mið-Asíu og Ilkanatið í Mið-Austurlöndum þar sem Persaveldi hafði áður verið.

Hernaður[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Genghis Kahn, sameinaði með pólitískri snilld og hernaðarstyrk Mongól-Tyrkíska þjóðflokka sem áttu í stöðugum deilum árið 1206. Hann komst fljótt í deilur við veldi Jurchen og vestur Xia í norður Kína. Meðan síðasta stríðið á móti vestur Xia fór fram varð Genghis Kahn veikur og dó. Áður en hann dó skipti hann veldinu milli sona sinna og nánustu fjölskyldu. Veldið átti þó áfram að vera sameiginleg eign allrar keisarafjölskyldunnar. Í fyrstu var veldinu stýrt af Ogedei Khan, þriðja syni Genghis Kahn, en eftir að hann dó fór að bera á erfiðleikur sem að lokum áttu þátt í endalokum heimsveldisins. Ákveðin sátt náðist þó um Kublai Khan, barnabarn Genghis Khan, en hann var við völd frá 1260-1294.

Hersveitir Mongóla voru þekktastar fyrir að skjóta úr bogum sínum af hestbaki, en hermenn vopnaðir spjótum voru ekki síður taldir skæðir. Hermenn Mongólaveldisins voru léttbrynjaðir en á móti voru þeir snarari í snúningum en óvinir þeirra.

Mongólskir Stríðsmenn

Hver hermaður ferðaðist á nokkrum hestum og gat hann þannig skipt um hesta eftir þörfum þegar einhver hestanna þreyttist. Hersveitir Mongóla gátu ferðast hratt og víða um af því þeir þurftu ekki að treysta á birgðalínur. Þeir voru einnig með þétt net hraðskreiðra sendiboða og því var ávallt gott samband milli hersveita og foringja.

Kerfi Mongóla í hernaði var einfalt en árangursríkt. Skipulagningin byggði á gamalli tækni. Tugakerfi var þekkt frá menningu Írana frá tímum Achaemenid af Persíu og var herinn var byggður upp af 10 manna flokkum sem voru kallaðir arban. Tíu arbanar gerðu hundrað manna hóp sem var kallaður jaghun, tíu jaghuns voru þúsund manna hersveit kölluð mingghan og tíu mingghans varð svo að af tíu þúsund manna hersveit (tumen). En herinn var ekki alltaf svona skipulagður. Áður fyrr var herinn aðeins tryggur sínum eigin ættflokki eða fjölskyldu en eftir að Temujin (Genghis Khan) komst til valda, sá hann að kerfið var ekki nógu gott til að halda öllum þessum mongólíslkum ættflokkum saman. Þess vegna endurskipulagði hann allt kerfið þannig að þegar gerð var áras, þá hugsuðu hermennirnir ekki bara um herfang, jafnvel í miðri orrustu, heldur börðust þeir hana til enda og söfnuðu herfangi eftir bardagann.  Höfðinginn fékk þá allt herfangið en skipti því svo niður á menn. Genghis Kahn kom því á að ef menn féllu í bardaga fékk fjölskylda hans hluta af herfanginu.

Ólíkt víkingunum og Húnum voru Mongólarnir góðir í umsátrum um bæi vegna þess að eftir að þeir voru fremri öðrum þjóðum í að setja saman herlið. Þeir voru með verkfræðinga og vísindamenn, sem margir hverjir komu frá Kína, og fleira sem þurfti til að sigra slíkar orrustur.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]