Fara í innihald

Medar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lágmynd frá Persepólis sem sýnir medíska og persneska hermenn. Medar eru með kúpta hjálma.

Medar voru írönskumælandi þjóð sem hóf að setjast að í fjöllunum í norðvesturhluta þess svæðis sem í dag er Íran undir lok 2. árþúsundsins f.Kr. Þeir voru með fyrstu írönsku þjóðflokkunum sem fluttust til svæðisins í kjölfar Bronsaldarhrunsins milli 1200 og 1150 f.Kr. Ríki þeirra var kallað Medía og tungumálið medíska, en engir textar hafa fundist á því máli. Medía stóð þar sem nú eru landið Aserbaísjan, Íranska Kúrdistan og vesturhluti Tabaristan.

Þjóðflutningar Meda áttu sér stað á sama tíma og Mið-Assýríuveldinu hnignaði. Að auki stóðu bæði Elam og Babýlónía veikt. Þegar Ný-Assýríuveldið reis féll Medía í hendur þeirra á valdatíð Adad-nirari 3. sem ríkti frá 811 f.Kr. til 783 f.Kr. Medar gerðu bandalag við aðra þjóðflokka gegn Assýríu og lögðu Níníve undir sig 612 f.Kr. Þar með hrundi Ný-Assýríuveldið og Medaveldið reis í þess stað með Ekbatana sem höfuðborg. Kýros mikli lagði þetta ríki undir Persaveldi um 550 f.Kr.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.