Feðraveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Feðraveldi er félagslegt kerfi sem byggir á yfirráðum föðurins eða karlsins. Uppruni kerfisins er stundum rakinn til forsögulegs tíma, til akuryrkju- og landbúnaðarsamfélaga um 4000 f.Kr., út frá þeirri hugmynd um verkaskiptingu að karlar hafi séð um veiðar en konur alið börn og gætt heimilisins. Þannig megi rekja valdakerfið til líkamlegra yfirburða karlsins. Í eldri samfélögum veiðimanna og safnara virðist feðraveldið á hinn bóginn ekki hafa verið til staðar. Félagsfræðilegar kenningar líta á fyrirbærið sem félagslega smíð og arf.

Innan kynjafræði er litið á feðraveldið sem kerfi er hyglir karlmönnum og karlmennsku og skapar konum og kvenleika lægri sess í samfélaginu. Þetta birtist á margan máta, til dæmis í launamismuni kynjanna, ofbeldi gegn konum, lágu hlutfalli kvenna í valdastöðum og takmörkuðum tækifærum kvenna til atvinnutækifæra eða áhugamála á sviðum sem eru talin karlasvið. Litið er á hlutgervingu kvenna sem þátt í valdbeitingu feðraveldisins, ásamt staðalmyndum sem fela í sér hömlur á útlit, klæðaburð, líkamsbeitingu, tjáningu og kynlíf kvenna.

Feðraveldið, sem að mati femínista er kerfi kúgunar á konum, tengist mörgum öðrum kúgunarkerfum, til dæmis gagnvart samkynhneigðu fólki og öðru fólki sem er ekki gagnkynhneigt (homophobia og heterosexismi), transfólki og öðrum sem líkami og innra kyngervi eða kynvitund passar ekki inn í ríkjandi kerfi (transphobia og cissexismi), fólki með annan litarhátt en meirihlutinn (kynþáttahatur og rasismi). Undir feðraveldi hafa dætur ekki sömu réttindi og synir. Foreldrar í slíkum samfélögum vilja frekar eignast son en dóttur og stundum eru dæturnar myrtar af þeim ástæðum. Í ákveðnum samfélögum er það hefð að „selja“ dóttur manni sínum þegar hún giftist. Á hinn bóginn er stundum borgaður heimanmundur til að bæta fjárhagslega stöðu eiginkonunnar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.