Indusdalsmenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rústir Mohenjo-daro.

Indusdalsmenningin (um 3300 – 1700 f.Kr., í blóma 2600 – 1900 f.Kr.) var fornt menningarsvæði sem byggðist upp meðfram Indusfljótinu og Ghaggar-Hakra fljótinu í Pakistan og Norðvestur-Indlandi og teygði sig inn í vestanvert Balókistan. Blómaskeið menningarinnar er oft kallað Harappa-menningin, eftir borginni Harappa sem var fyrsta borg Indusdalsmenningarinnar sem grafin var upp úr jörðu. Fornleifafræðingar hafa unnið að því að grafa upp borgarrústir Indusdalsmenningarinnar frá því á 3. áratug 20. aldar.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.