Fara í innihald

Konungsætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Konungsætt eða ættarveldi er röð ríkjandi konunga og drottninga sem eru talin tilheyra sömu ætt. Í sagnaritun eru konungsættir oft notaðar til að afmarka tímabil í sögu landanna. Dæmi um slíkt eru átjánda konungsættin í sögu Egyptalands, Abbasídar í sögu Mið-Austurlanda og Tjingveldið í sögu Kína. Margar konungsættir settu mark sitt á sögu Evrópu, til dæmis Karlungar, Kapetingar, Búrbónar, Habsborgarar, Stúartættin og Rómanovættin.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.