Fara í innihald

Veldi Alexanders mikla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veldi Alexanders á hápunkti stærðar sinnar.

Alexander mikli var konungur Makedóníu á árunum 336 til 323 fyrir krist. Í valdatíð sinni réðst Alexander mikli í mikla herleiðangra og lagði undir sig allt Persaveldi og Egyptaland. Við dauða sinn réði Alexander mikli yfir Grikklandi, Egyptalandi, og stórum hluta Miðausturlanda og Mið-Asíu.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. október 2024.