Fara í innihald

Gupta-veldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Guptaveldið)
Gupta-veldið á hátindi sínum.

Gupta-veldið (गुप्त राजवंश) var fornindverskt ríki sem náði yfir meirihluta Indlands á árunum 320 til 550. Stofnandi Gupta-veldisins var Maharaja Sri-Gupta. Meðan veldið stóð ríkti friður og velsæld og fræði, bókmenntir og listir blómstruðu. Stundum er tímabilið nefnt gullöld Indlands, enda einkenndist það ekki síður af miklum framförum í vísindum og tækni, stærðfræði og rökfræði og heimspeki. Chandragupta 1., Samudragupta og Chandragupta 2. voru merkustu stjórnendur Gupta-veldisins.

Elstu indversku sagnakvæðin, Purana, eru rituð á þessum tíma og forveri taflsins, chaturanga, varð þar til á 6. öld.

Gupta-veldið veiktist vegna uppreisna gegn því og brotnaði niður þegar írönskumælandi hunar (kíonítar) gerðu innrásir á Indlandsskaga frá því seint á 5. öld og fram á 6. öld.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.