Sahara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Samsett gervihnattamynd af Afríku. Sahara sést greinilega sem ljósa svæðið nyrst

Sahara er önnur stærsta eyðimörk heims (á eftir Suðurskautslandinu) og nær yfir 9.000.000 km² svæði, eða allan norðurhluta Afríku. Hitinn í eyðimörkinni getur náð 57°C yfir daginn og farið undir frostmark á nóttunni. Sahara er um 2,5 milljón ára gömul. Nafnið kemur frá arabíska orðinu yfir eyðimörk; صحراء (ar-Sahara.oggframburður (uppl.)).

Sahara skiptist milli landanna Marokkó, Túnis, Alsír, Líbíu, Vestur-Sahara, Máritaníu, Malí, Níger, Tjad, Egyptalands og Súdan. Hún nær samfellt 4.000 km frá Atlantshafi í vestriRauðahafi í austri, ef Nílardalur er undanskilinn. Frá Miðjarðarhafi og Atlasfjöllum í norðri þangað sem hún mætir sléttunum í Mið-Afríku eru 2000 km. Þar verða skilin milli eyðimerkur og gróðurlendis smám saman ógreinilegri.

Á þessu svæði, sem þekur 27% af álfunni, búa um 2,5 milljónir manna með ólíka menningu, bændur, hirðingjar, veiðimenn og safnarar. Helstu þjóðarbrotin eru Túaregar, Saravar, Márar, Tíbúfólkið, Núbíumenn og Kanúrífólkið. Helstu borgir eru Núaksjott í Máritaníu, Algeirsborg í Alsír, Timbúktú í Malí, Agadez í Níger, Ghat í Líbíu og Faya í Tjad.

Í Sahara er víða að finna vatn í jörðu, og þar er fjölbreytt dýralíf.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.