Rotuma
Jump to navigation
Jump to search
Rotuma er sjálfstjórnarhérað innan Fídjieyja. Eyjan og nærliggjandi smáeyjar eru eldfjallaeyjar 646km norðan við Fídjieyjaklasann. Stærsta eyjan, Rotuma, er 13km löng og 4km breið og skiptist í sjö svæði, hvert með sín þorp. Rúmlega 2000 manns bjuggu á eyjunni árið 2007.