VR
Útlit
(Endurbeint frá Verzlunarmannafélag Reykjavíkur)
VR er stærsta stéttarfélag Íslands með tæplega 29.000 félagsmenn á árinu 2011.[1] Félagið var stofnað sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur árið 1891, þá sem félag bæði atvinnurekenda og launþega í verslunarstétt en frá árinu 1955 hafa einungis launþegar verið félagsmenn. Núverandi nafn félagsins var tekið upp árið 2006 eftir að félagið hafði sameinast fleiri stéttarfélögum utan Reykjavíkur.
Formaður VR er Halla Gunnarsdóttir.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ársskýrsla 2011–2012“. VR. [skoðað 15-03-2013].