Tryggingastofnun ríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tryggingastofnun ríkisins er opinber stofnun íslenska ríkisins sem heyrir undir Velferðarráðuneytið. Hlutverk hennar að annast framkvæmd almannatrygginga. Tryggingastofnun starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Forstjóri annast stjórn stofnunarinnar en einstök svið sjá um afgreiðslu og þjónustu.

Verkefni stofnunarinnar felast meðal annar í því að sjá um Lífeyrismál eldri borgara og öryrkja, endurhæfingarmál og félagslega aðstoð.

Helstu stjórnunareiningar stofnunarinnar eru:

Stjórn Tryggingastofnunar Samkvæmt almannatryggingalögum skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og skal einn skipaður formaður og annar varaformaður.

Forstjóri Forstjóri Tryggingastofnunar er skipaður af velferðarráðherra og ber ábyrgð gagnvart honum og stjórn stofnunarinnar í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf.

Framkvæmdastjórn Framkvæmdastjórn stýrir daglegri starfsemi Tryggingastofnunar, mótar stefnu hennar og markmið. Framkvæmdastjórn vinnur auk þess að stefnumarkandi áætlanagerð, samræmdri stjórnun og framkvæmd stefnumála með framtíðarsýn stofnunarinnar að leiðarljósi.

Núverandi forstjóri Tryggingastofnunar er Sigríður Lillý Baldursdóttir.

Skipurit stofnunarinnar má finna á vefsíðu stofnunarinnar eða hér Geymt 2014-07-06 í Wayback Machine

Tryggingastofnunin var upphaflega stofnuð 1936 þegar fyrstu lög um almannatryggingar (Alþýðutryggingalögin) voru sett.

Frekari upplýsingar um Tryggingastofnun ríkisins má finna á www.tr.is Geymt 2011-10-09 í Wayback Machine

Stjórn TR 2008-2011
Aðalmenn Varamenn
  • Stefán Ólafsson, formaður
  • Margrét S. Einarsdóttir, varaformaður
  • Kristinn Jónasson
  • Sigursteinn Róbert Másson
  • Sigríður Jóhannesdóttir
  • Bryndís Friðgeirsdóttir
  • Elsa Ingjaldsdóttir
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
  • Signý Jóhannesdóttir
  • Svala Árnadóttir

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.