Tryggingastofnun ríkisins
Tryggingastofnun ríkisins er opinber stofnun íslenska ríkisins sem heyrir undir Velferðarráðuneytið. Hlutverk hennar að annast framkvæmd almannatrygginga. Tryggingastofnun starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Forstjóri annast stjórn stofnunarinnar en einstök svið sjá um afgreiðslu og þjónustu.
Verkefni stofnunarinnar felast meðal annar í því að sjá um lífeyrismál eldri borgara og öryrkja, endurhæfingarmál og félagslega aðstoð.
Núverandi (2021) forstjóri Tryggingastofnunar er Sigríður Lillý Baldursdóttir, sem tók við embættinu 2007.[1] Forstjóri er skipaður af velferðarráðherra.
Tryggingastofnunin var upphaflega stofnuð 1936 þegar fyrstu lög um almannatryggingar (Alþýðutryggingalögin) voru sett.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Tryggingastofnunar ríkisins
- Lög um félagslega aðstoð
- Lög um almannatryggingar
- Lög um sjúklingatryggingu
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sigríður Lillý Baldursdóttir nýr forstjóri TR“. www.mbl.is. Sótt 22. október 2021.