Fáni Aserbaísjans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni frá 1952.
Fáninn frá 1918 til 1920.[1][2][3]
Fáninn á Sovét-tímanum frá 1952 til 1991.

Fáni Aserbaísjan samanstendur af þremur láréttum borðum í litunum blátt, rautt og grænt með hvítum hálfmána og áttahyrndri stjörnu í miðjum rauða borðanum. Átta kantar stjörnurnar tákna átta greinar tyrkneska fólksins og er tyrkneska þjóðin einnig táknuð af bláa litnum. Græni liturinnn táknar íslam og rauði liturinn stendur fyrir framfarir og þróun. Fáninn var tekinn í notkun opinberlega 5. febrúar 1991. Svipað merki var einnig notað seint árið 1910, þar til Aserbaísjan innlimaðist í Sovétríkin.

Á Sovéttímabilinu hafði Aserbaísjan fjóra mismunandi fána. Frá 1921 til 1937 var hann rauður með kýrillísku bókstöfunum ССА (SSRA) í gulum í efra vinstra horninu. Þá var hamri og sigð bætt við fánann og kýrillísku bókstöfunum skipt út fyrir latnesku bókstafina AzSSR. Árið 1940 var latnesku stöfunum skipt aftur út fyrir kýrillísku: АзССР (AzSSR). Síðasta útgáfa af fánanum var samþykkt 7. október 1952 og var rauð með þunnblárri rönd neðst. Stafirnir voru fjarlægðir en útlína af stjörnu var sett ofan á hamarinn og sigðina.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Flag designet af Mémméd Émin Résulzadé og Gulmammed Bagirov i Museum of History of Azerbaijan (exp. № 178).
  2. „Flaget ved første møde i ADR's parlament, 7. december 1918“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. janúar 2012. Sótt 30. ágúst 2018.
  3. Azerbadsjans statsflag.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.