Tadsíkistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tadsikistan)
Jump to navigation Jump to search
Ҷумҳурии Тоҷикистон
Jumhurii Tojikiston
Fáni Tadsjikistan Skjaldarmerki Tadsjikistan
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Surudi Milli
Staðsetning Tadsjikistan
Höfuðborg Dúshanbe
Opinbert tungumál tadsikíska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Emomali Rahmonov
Forsætisráðherra Kokhir Rasulzoda
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
96. sæti
143.100 km²
1,8
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
98. sæti
7.910.041
55/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 - Samtals 17,555 millj. dala (128. sæti)
 - Á mann 2.247 dalir (150. sæti)
Gjaldmiðill somoni
Tímabelti UTC+5
Þjóðarlén .tj
Landsnúmer 992

Tadsíkistan (tadsíkíska: Тоҷикистон) er land í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan í suðri, Kína í austri, Kirgistan í norðri og Úsbekistan í vestri. Í suðri skilur Wakhan-ræman Tadsikistan frá pakistönsku héruðunum Chitral og Gilgit-Baltistan. Nafnið er dregið af heiti þjóðarbrots Tadsjika.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Landið var hluti af Baktríu í fornöld og varð síðan hluti af ríki Túkara (Skýþa). Á 9. öld var Tadsjikistan hluti af Samanídaríkinu en höfuðborg þess var Samarkand. Mongólar lögðu þessi lönd undir sig á 13. öld og Tadsikistan varð hluti af Tímúrveldinu þegar Mongólaveldið klofnaði í smærri ríki og síðan Búkarakanatinu. Það varð síðan hluti af Rússneska keisaradæminu sem suðurhluti Túrkistans árið 1867. Tadsjikistan rekur rætur sínar til þess þegar Sovétmenn stofnuðu sérstakt sovétlýðveldi Tadsjika innan Úsbekistan árið 1924. Tadsjikistan lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 í kjölfar falls Sovétríkjanna. Fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði landsins var Íran. Aðeins ári síðar braust borgarastyrjöldin í Tadsjikistan út og stóð til 1997. Átök hafa síðan blossað upp í austurhluta landsins.

Íbúar[breyta | breyta frumkóða]

Flestir íbúar landsins eru Tadsjikar, sem er almennt heiti yfir ýmis persneskumælandi þjóðarbrot í Mið-Asíu. Tadsjikíska er afbrigði af nútímapersnesku. Múslimar eru 98% íbúa og súnní íslam af hanafi-grein er opinber trú, en stjórnarskrá landsins kveður á um trúfrelsi og ríkisvaldið er veraldlegt. Í landinu búa einnig Úsbekar, Kirgisar og Rússar. Í austurhluta landsins búa Pamírar sem eru sjítar. Í fjallahéruðum í norðri búa Jagnóbar sem tala jagnóbísku sem er eina tungumálið sem komið er af sogdísku sem eitt sinn var töluð um alla Mið-Asíu.

Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Tadsikistan var fátækasta sovétlýðveldið innan Sovétríkjanna og það er nú fátækasta land Mið-Asíu. Borgarastyrjöldin hafði mjög neikvæð áhrif á efnahagslíf landsins en eftir vopnahléð hefur það aftur tekið við sér. Helstu útflutningsvörur Tadsikistan eru ál og baðmull. Tadsjikíska ríkisfyrirtækið TALKO rekur stærsta álver Mið-Asíu og eitt það stærsta í heimi. Nurekstíflan í ánni Vaksj er önnur hæsta manngerða stífla heims.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.