Fara í innihald

Georgíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Georgíska
ქართული ენა kartuli ena
Málsvæði Georgía, Íran, Aserbaídsjan, Tyrkland, Rússland
Heimshluti Evrasía
Fjöldi málhafa 4,1 milljónir
Ætt Kartvelsk mál

 Georgíska

Skrifletur Georgísk skrifletur
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Georgía
Stýrt af engum
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ka
ISO 639-2 geo
SIL KAT
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Georgíska (ქართული ენა, kartuli ena) er opinbert tungumál Georgíu, lands í Kákasusfjöllum. Georgíska er fyrsta mál u.þ.b. 3,9 milljón manns í Georgíu (83% af íbúum landsins) og 500.000 brottfluttra Georgíumanna, mest í Tyrklandi, Íran, Rússlandi, Bandaríkjunum og annars staðar í Evrópu. Önnur þjóðarbrot innan Georgíu nota málið þó ávallt sem ritmál, sérstaklega þau þjóðarbrot sem tala kartvelsk mál. Eitt af því sem einkennir georgísku er georgíska stafrófið, sem þykir mjög einstakt og líkist engu öðru stafrófi sem fyrirfinnst í heiminum. Georgíska er það kákasíska mál sem á sér flesta mælendur. Elstu textar frá 5. öld. Enginn greinir er í georgísku og ekkert málfræðilegt kyn. Nafnorð hafa 7 föll, þar á meðal gerendafall eða ergatívus. Nafnorð mynda fleirtölu með eftirskeytinu -eb. Í forn-georgísku var fleirtölumyndun nafnorða margbrotnari og flóknari þar sem sérhvert fall hafði sérstaka fleirtöluendingu. Lýsingarorð eru venjulega undansett og beygjast í föllum en ekki tölum. Sagnorð beygjast í persónum og tölum.


Georgíska stafrófið er jafnan kallað mkhedruli. Nokkrir af stöfunum eru ekki notaðir þar sem þeir einfaldlega tákna hljóð sem ekki eru notuð í nútíðar-georgísku.


Mkhedruli Latneskt
a
b
g
d
e
v
z
t
i
k', ḳ
l
m
n
o
p', p̣
zj
r
s
t
u
p
k
gh, ğ
q
sj
tj
ts
ts
tj
x, kh- kokmælt hrifluhljóð
dj
h
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.