Grænlandssund
Útlit
Grænlandssund nefnist sundið sem liggur á milli Grænlands og Íslands. Í öðrum tungumálum er það kennt við Danmörku. Norðaustur af sundinu liggur Jan Mayen.
Sundið tengir saman Norður-Íshaf og Atlantshaf og er 480 km langt en 290 km breitt þar sem það er þrengst. Austur-Grænlandsstraumurinn flæðir til suðurs í gegnum sundið og ber með sér ísjaka út í Atlantshafið. Þar eru gjöful fiskimið.
Í seinni heimsstyrjöld háðu Þjóðverjar og Bretar mikla sjóorrustu á sundinu í maí 1941. Þýsku skipalestina leiddi orrustuskipið Bismarck. Í orrustunni misstu Bretar skip sitt HMS Hood, með því fórust 1415 menn en 3 var bjargað. Í kjölfarið upphófst mikill eltingarleikur sem leiddi til þess að Bismarck var loksins sökkt sunnar í Atlantshafi.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Grænlandssund.