Grafarvogskirkja
Grafarvogskirkja | ||
Almennt | ||
Byggingarár: | 1994 | |
---|---|---|
Arkitektúr | ||
Arkitekt: | Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson | |
Efni: | Steypa | |
Stærð: | 2890 m² | |
Grafarvogskirkja þjónar Grafarvogssókn sem er stærsta sókn landsins og markast af Elliðaám að vestan, Vesturlandsvegi að borgarmörkum við Blikastaði og strandlínunni norðan megin við Grafarvogshverfi. Söfnuðurinn var stofnaður 1989 og var félagsmiðstöðin Fjörgyn í Foldaskóla notuð sem kirkja þar til hægt var að taka fyrsta hluta kirkjubyggingarinnar í notkun. Fyrsta skóflustunga að kirkjubyggingunni var tekin 18. maí 1991 og var fyrri hluti kirkjunnar vígður 12. desember 1993. Lokið var við byggingu kirkjunnar árið 2000 og vígði biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson kirkjuna 18. júní 2000.
Kirkjubyggingin hefur vakið mikla athygli en arkitektar hennar Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, urðu hlutskarpastir í samkeppni um hönnun kirkjunnar. Steinn er áberandi í hönnun hússins enda er það klætt steini bæði að utan og innan og vísa steinarnir í ritningargreinina „Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús...“ (Fyrra Pétursbréf 2:5). Heildarstærð kirkjunnar er um 2890 m² og aðalrýmið er á tveimur hæðum, 1000 m² hvor hæð
Kirkjugluggi Grafarvogskirkju hefur einnig vakið athygli en hann er eftir Leif Breiðfjörð og gaf ríkisstjórn Íslands íslenskri æsku gluggann við vígslu kirkjunnar árið 2000. Glugginn sýnir Krist og kristintökuna á Þingvöllum árið 1000.
Grafarvogskirkja tilheyrir Reykjavíkurprófastdæmi eystra.
Prestar
[breyta | breyta frumkóða]Prestar við sóknina frá upphafi:
- Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur 1989-
- Sr. Sigurður Arnarson 1995-2004
- Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir 1997-2007
- Sr. Bjarni Þór Bjarnason 2001-
- Sr. Lena Rós Matthíasdóttir 2004-
- Sr. Elínborg Gísladóttir 2004-2005
- Sr. Guðrún Karlsdóttir 2008-
Djáknar
[breyta | breyta frumkóða]- Gunnar Einar Steingrímsson 2009-2012
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Grafarvogskirkju
- Kirkjan.is vefsvæði Þjóðkirkjunnar
- Biblían á vefnum
- Fasteignaskrá Íslands Geymt 30 desember 2010 í Wayback Machine
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Grafarvogskirkja á kirkjukort.net Geymt 19 júlí 2019 í Wayback Machine