Elliðaár
Útlit
(Endurbeint frá Elliðaá)
Elliðaár | |
---|---|
Einkenni | |
Hnit | 64°06′54″N 21°48′39″V / 64.115014°N 21.810744°V |
Árós | |
• staðsetning | Elliðaárvogur |
Vatnasvið | 270 ferkílómetri |
breyta upplýsingum |
Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s.
Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Virkjun tók til starfa við Elliðaár árið 1921. Í ánum veiðist lax og silungur. Það er hefð fyrir því að borgarstjóri Reykjavíkur veiði fyrsta laxinn á hverju sumri.