Gufuneskirkjugarður
Útlit
Gufuneskirkjugarður er kirkjugarður í Grafarvogi í Reykjavík. Gufuneskirkjugarður liggur í miðju Grafarvogshverfi, á milli Húsahverfis og Rimahverfis og er um 30 hektarar að stærð. Garðurinn var vígður 16. júní 1980. Gert er ráð fyrir að búið verði að úthluta öllum grafarstæðum í kringum 2015-2017.