Fara í innihald

Gansu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir héraðsins Gansu í norðvestanverðu Kína.
Kort sem sýnir legu héraðsins Gansu í norðvestanverðu Kína.

Gansu (kínverska: 甘肃; rómönskun: Gānsù) er landlukt er hérað í norðvestanverðu Kína. Höfuðborg hennar og stærsta borg er Lanzhou, í suðausturhluta héraðsins. Gansu er sjöunda stærsta stjórnsýsluumdæmi Kína að flatarmáli, (453.700 ferkílómetrar).

Héraðið liggur á milli hásléttu Tíbets og Löss-hásléttunnar (stundum kölluð „Gula-framburðarsvæðið“). Það liggur að Mongólíu, Innri Mongólíu og Ningxia í norðri, Xinjiang og Qinghai í vestri , Sichuan í suðri og Shaanxi í austri. Gulafljót (eða Gulá) liggur í gegnum suðurhluta héraðsins. Hluti af hinni miklu Góbíeyðimörk er í Gansu. Í suðri rís Qilian-fjallgarðurinn til norðurs og vesturs.

Gansu telur um um 25 milljónir íbúa.[1] Þeir eru aðallega Han Kínverjar en einnig minnihlutahópar Hui, Dongxiang og Tíbeta. Á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Lanzhou eru um 5,3 milljónir manna.[2][3]

Héraðið er eitt hið fátækasta í Kína. Hagkerfið byggir að miklu á námuvinnslu steinefna, sérstaklega sjaldgæfra jarðefna. Þá er ferðaþjónusta héraðinu mikilvæg enda á Qin-ríki uppruna sinn í því sem nú er suðaustur af Gansu og myndaði það fyrsta þekkta keisaradæmi Kína. Þá lá Norðursilkivegurinn forðum um Gansu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. National Bureau of Statistics of China (11. maí 2021). „Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)“. Office of the Leading Group of the State Council for the Seventh National Population Census. Sótt 1. ágúst 2022.
  2. Thomas Brinkhoff (2022). „CHINA: Provinces and Major Cities“. City Populations- https://www.citypopulation.de/. Sótt 15. ágúst 2022.
  3. „China“, The World Factbook (enska), Central Intelligence Agency, 10 júní 2022, sótt 20 júní 2022