Fara í innihald

Gansu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir héraðsins Gansu í norðvestanverðu Kína.
Kort sem sýnir legu héraðsins Gansu í norðvestanverðu Kína.

Gansu (kínverska: 甘肃; rómönskun: Gānsù) er landlukt er hérað í norðvestanverðu Kína. Höfuðborg hennar og stærsta borg er Lanzhou, í suðausturhluta héraðsins. Gansu er sjöunda stærsta stjórnsýsluumdæmi Kína að flatarmáli, (453.700 ferkílómetrar).

Héraðið liggur á milli hásléttu Tíbets og Löss-hásléttunnar (stundum kölluð „Gula-framburðarsvæðið“). Það liggur að Mongólíu, Innri Mongólíu og Ningxia í norðri, Xinjiang og Qinghai í vestri , Sichuan í suðri og Shaanxi í austri. Gulafljót (eða Gulá) liggur í gegnum suðurhluta héraðsins. Hluti af hinni miklu Góbíeyðimörk er í Gansu. Í suðri rís Qilian-fjallgarðurinn til norðurs og vesturs.

Gansu telur um um 25 milljónir íbúa. Þeir eru aðallega Han Kínverjar en einnig minnihlutahópar Hui, Dongxiang og Tíbeta. Á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Lanzhou eru um 5,3 milljónir manna.

Héraðið er eitt hið fátækasta í Kína. Hagkerfið byggir að miklu á námuvinnslu steinefna, sérstaklega sjaldgæfra jarðefna. Þá er ferðaþjónusta héraðinu mikilvæg enda á Qin-ríki uppruna sinn í því sem nú er suðaustur af Gansu og myndaði það fyrsta þekkta keisaradæmi Kína. Þá lá Norðursilkivegurinn forðum um Gansu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]