Shaanxi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir legu héraðsins Shaanxi í Norðvesturhluta Kína.
Kort af legu Shaanxi héraðs í Norðvesturhluta Kína.

Shaanxi (eða Shensi) (kínverska: 陕西; rómönskun: Shǎnxī) er landlukt hérað í Norðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það liggur að sjálfstjórnarsvæðinu í Innri Mongólíu í norðri, Shansi héraði í austri, Henan og Hubei héruðum í suðaustri, Chongqing borghéraðinu og Sichuan héraði í suðri, Gansu héraði í vestri og Hui sjálfstjórnarsvæðinu í Ningxia til norðvestur. Í austri fer Gulafljót fer með landamörkum Shaanxi og héraðsins Shansi. Höfuðborgin er Xi’an, í suður-miðhluta héraðsins. Flatarmál héraðsins er 205.000 ferkílómetrar. Árið 2016 bjuggu meira en 38 milljónir manna í Shaanxi.

Menningarsaga Shaanxi nær til 5.000 ára.

Shaanxi hérað er landfræðilega skipt í þrjá hluta, það er Norður-, Mið- og Suður-Shaanxi. aðskildum náttúrusvæðum – fjalllendnum suðurhluta, dalnum þar sem Wei áin rennur og hásléttunni í norðri.

Norður-Shaanxi („Shaanbei“) er suðausturhluti Ordos-skálarinnar og samanstendur aðallega af tveimur héraðsborgum Yulin og Yan'an á norður Loess hásléttunni, afmörkuð af Ordos-eyðimörkinni og graslendi Ordos-borgar í Inn-Mongólíu. Mið-Shaanxi („Shaanzhong“) er einnig þekkt sem Guanzhong svæðið og samanstendur afrennsli Wei fljótsins austur af Long fjalli og norður af Qinling-fjöll, þar sem meirihluti íbúa Shaanxi býr. Suður Shaanxi ( „Shaannan“) samanstendur af þremur héraðsborgum sunnan við Qinling-fjöll og nær til fjallaborganna þriggja: Hanzhong, Ankang og Shangluo.

Xian borg sem tekur einnig til staða hinna fornu kínversku höfuðborga Fenghao og Chang'an - er höfuðborg héraðsins sem og stærsta borgin í Norðvestur-Kína. Alls bjuggu um 8.5 milljónir manna í höfuðborginni Xi’an árið 2010.

Aðrar borgir Shaanxi eru Ankang, Baoji, Hanzhong, Shangluo, Tongchuan, Weinan, Yan'an, Yulin og Xianyang.

Í Xianyang-borg (咸阳) sem er staðsett í miðhluta Shaanxi héraðs við Wei fljót búa ríflega fjórar milljónir manna. Borgin fékk titilinn „jarðhitaborg Kína“ á árinu 2006. Þar hafa íslenskir jarðhitasérfræðingar unnið með Kínverjum að nýtingu jarðhita. Sameiginlegt félag Enex Kína ehf. og Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation var stofnað í október 2006 að uppbyggingu hitaveitna. Félagið heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development Co.[1]

Mannskæðasti jarðskjálftinn til þessa, sem vitað er um, varð í Shaanxi héraði árið 1556. Talið er alls hafi um 830.000 manns farist af hans völdum.[2]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Árbók VFÍ/TFÍ 1. tbl. (01.06.2007)“.
  2. „Mannskæðustu Jarðskjálftarnir“. Þjóðviljinn.