Fara í innihald

Jiangxi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af legu Jiangxi héraðs í austurhluta Kína.

Jiangxi (eða Kiangsi) (kínverska: 江西; rómönskun: Jiāngxī) er landlukt hérað í austurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það liggur frá bökkum Yangtze-árinnar í norðri inn á hæðarsvæði í suðri og austri. Í kínverskri sögu hefur Jiangxi gegnt lykilhlutverki vegna stöðu sinnar á meginleið herja, viðskipta, viðskipta og fólksflutninga. Höfuðborg og stærsta borg héraðsins er Nanchang. Íbúafjöldi Jiangxi var árið 2010 um 44.6 milljónir.

Landfræðileg afmörkun

[breyta | breyta frumkóða]

Jiangxi er landlukt 164.800 ferkílómetra hérað í austurhluta Kína. Það liggur frá bökkum Jangtse fljóts (eða Bláár) í norðri, inn á hæðótt svæði í suðri og austri. Það er í miðlægri lægð milli vesturhálendis Kína og strandlengjanna í Fujian héraði og er belti sem tengir Guangdong hérað í suðri við héraðið Anhui og hinn skipgenga „Stóra skurðar“ í norðri. Á korti líkist lögun héraðsins við öfuga peru.

Héraðið deilir mörkum við héruðin Hubei og Anhui í norðri, Zhejiang og Fujian í austri, Guangdong í suðri og Hunan í vestri.

Syðri helmingur Jiangxi er hæðótt og fjalllendi, með dreifðum bithögum og dölum. Áberandi fjöll eru meðal annars Lu-fjall, Jinggang-fjöll og Sanqing-fjall. Nyrðri helmingur héraðsins er meir láglendari. Fljótið Gan rennur um héraðið.

Í gegnum langa sögu Kína hefur Jiangxi gegnt lykilhlutverki í þjóðmálum vegna stöðu sinnar á meginleið herja, viðskipta, viðskipta og fólksflutninga mikilla.

Nafnið Jiangxi þýðir bókstaflega „Vestur af Jangtse fljóti“, þó að allt héraðið liggi sunnan við það. Þessi sýnilega þversögn stafar af breytingum sem gerðar hafa verið á stjórnsýslu í gegnum sögu Kína. Á tímum Tangveldisins árið 733, var sett upp stjórnsýslusvæði með nafnið Jiangnan Xi („vesturhluti sunnan Jangtse“) Dao með höfuðborgina Hongzhou (nú Nanchang). Núverandi héraðsnafn er samdráttur þess nafns.

Eftir fall Tjingveldisins upp úr árinu 1912, varð Jiangxi ein fyrsta bækistöð kommúnista og margir bændur gengu í raðir byltingarmanna. Uppreisn kommúnista í Nanchang í Jiangxi árið 1927 voru fyrstu stórátök þjóðernissinnaðrar ríkisstjórnar Lýðveldisins Kína og byltingarstjórnar kínverska kommúnistaflokksins í borgarastyrjöldinni í Kína. Síðar faldi forysta kommúnista sig í fjöllum í suður- og vesturhluta Jiangxi. Árið 1931 var ríkisstjórn kínverska sovéska lýðveldisins sett á laggirnar í Ruijin, sem stundum er kölluð „Fyrrum rauða höfuðborgin“ (eða „Rauða höfuðborgin“). Umkringdur lýðveldisher þjóðernissinna sem var mun öflugri en sveitir kommúnista, voru rauðliðar neyddir til að flýja frá Jiangxi héraði í október 1934. Sá flótti um 80.000 manna yfir hálendi Kína fékk síðar nafnið „gangan langa“ og átti eftir að marka tímamót í þróun hreyfingar kínverskra kommúnista.

Íbúafjöldi Jiangxi héraðs var árið 2010 um 44.6 milljónir.

Í héraðshöfuðborginni Nanchang bjuggu árið 2010 um 5 milljónir manna.

Aðrar stórborgir héraðsins eru Ganzhou borg (8.4 milljónir íbúa), Shangrao (6.6 milljónir), Yichun (5.4 milljónir) og Ji'an borg (4.7 milljónir).

Þrátt fyrir að meirihluti íbúa Jiangxi sé Han-kínverskur er tunga Jiangxi fjölbreytt. Héraðið er talið miðstöð Gan-kínversku; Hakka-kínverska, mjög fjölbreytt Gan, er einnig töluð að einhverju leyti.

Höfnin í Jiujiang, um 690 kílómetra frá upptökum Jangtse fljóts við Sjanghæ og 220 kílómetra niður fljótið frá Wuhan borg í Hubei héraði, er megin tenging héraðsins við fljótið.

Jiangxi er auðugt af jarðefnaauðlindum og er leiðandi í Kína í forða á kopar, volfram (þungsteini), gulli, silfri, úrani, þórín, tantal og níóbín.