Héruð Kína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
„Héruð Kína“ getur einnig átt við stjórnsýslueiningar Lýðveldisins Kína.
Héruð Kína

Héruð Kína eru hæstu stjórnsýslueiningar innan Alþýðulýðveldisins Kína. Þau eru alls 33 talsins (Tævan ekki meðtalið) og skiptast í fjórar gerðir.

Tegundir héraða[breyta | breyta frumkóða]

Hérað[breyta | breyta frumkóða]

Venjuleg héruð (省) eru algengasta tegundin, 22 talsins. Þeim er stjórnað af héraðsnefnd þar sem ritari nefndarinnar er æðstur manna.

Sjálfstjórnarhérað[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfstjórnarhéruðin (自治区) eru fimm talsins. Þau hafa takmarkaða heimastjórn.

Borghérað[breyta | breyta frumkóða]

Borghéruð Kína (直辖市) eða Sveitarfélög á héraðsstigi eru fjögur talsins en þar samanstendur héraðið yfirleitt af einni mjög stórri borg.

Sérstjórnarhérað[breyta | breyta frumkóða]

Sérstjórnarhéruðin (特别行政区, beint sérstakt stjórnsýslusvæði; enska: Special Administrative Region; portúgalska: Região especial administrativa) eru tvö, bæði fyrrverandi evrópskar nýlendur. Þau hafa eigin stjórnarskrá, ríkisstjórn, gjaldmiðil og viðhalda landamæraeftirliti við Kína sem og önnur lönd.

Listi yfir héruð[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Pinyin Höfuðborg Flatarmál Íbúafjöldi tegund
Anhui 安徽 Ānhuǐ Hefei 139.600 km²> 59.860.000 hérað
Beijing 北京 Běijīng Beijing 16 800 15 810 000 borghérað
Chongqing 重庆 Chóngqìng Chongqing 82 300 km² 31 442 300 borghérað
Fujian 福建 Fújiàn Fuzhou 121.400 km² 34.710.000 hérað
Gansu 甘肃 Gānsù Lanzhou 390.000 km² 25.620.000 hérað
Guangdong 广东 Guǎngdōng Guangzhou 197.000 km² 86.420.000 hérað
Guangxi 广西 Guǎngxī Nanning 236 000 km² 48 890 000 sjálfstjórnarhérað
Guizhou 贵州 Guìzhoū Guiyang 176.000 km² 35.250.000 hérað
Hainan 海南 Hǎinán Haikou 34.000 km² 7.870.000 hérað
Hebei 河北 Héběi Shijiazhuang 187.700 km² 67.440.000 hérað
Heilongjiang 黑龙江 Hēilóngjiāng Harbin 460.000 km² 36.890.000 hérað
Henan 河南 Hénán Zhengzhou 167.000 km² 92.560.000 hérað
Hong Kong 香港 Xiānggǎng Hong Kong 1 104 km² 6 985 200 sérstjórnarhérað
Hubei 湖北 Húběi Wuhan 187.500 km² 60.280.000 hérað
Hunan 湖南 Húnán Changsha 210 500 km² 64 400 000 hérað
Innri Mongólía 内蒙古 Nèiměnggǔ Hohhot 1 183 000 km² 23 840 000 sjálfstjórarhérað
Jiangsu 江苏 Jiāngsū Nanjing 100 000 km² 74 380 000 hérað
Jiangxi 江西 Jiāngxī Nanchang 169 900 km² 41 400 000 hérað
Jilin 吉林 Jílín Changchun 187 400 km² 27 280 000 hérað
Liaoning 辽宁 Liáoníng Shenyang 145 900 km² 42 380 000 hérað
Makaó 澳门 Àomén Makaó 29 km² 520 400 sérstjórnarhérað
Ningxia 宁夏 Níngxià Yinchuan 66 400 km² 5 880 000 sjálfstjórnarhérað
Qinghai 青海 Qīnghǎi Xining 720 000 km² 5 180 000 hérað
Shaanxi 陕西 Shǎnxī Xi'an 206 000 km² 36 050 000 hérað
Shandong 山东 Shāndōng Jinan 156 700 km² 90 790 000 hérað
Sjanghæ 上海 Shànghǎi Sjanghæ 6 341 km² 18,450,000 borghérað
Shanxi 山西 Shānxī Taiyuan 150 000 km² 32 970 000 hérað
Shinjang 新疆 Xīnjiāng Ürümqi 1 660 400 km² 19 630 000 sjálfstjórnarhérað
Sichuan 四川 Sìchuān Chengdu 480 000 km² 83 290 000 hérað
Tianjin 天津 Tiānjīn Tianjin 11 305 km² 11,519,000 borghérað
Tíbet 西藏 Xīzàng Lasa 1 228 400 km² 2 740 000 sjálfstjórnarhérað
Yunnan 云南 Yúnnán Kunming 394 000 km² 42 880 000 hérað
Zhejiang 浙江 Zhèjiāng Hangzhou 101 800 km² 46 770 000 hérað