Kommúnistaflokkur Kína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kommúnistaflokkur Kína
中国共产党
Zhōngguó Gòngchǎndǎng
Aðalritari Xi Jinping
Stofnár 23. júlí 1921; fyrir 102 árum (1921-07-23)
Höfuðstöðvar Zhongnanhai, Beijing
Félagatal 91.914.000 (2020)
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Kommúnismi, marx-lenínismi, sósíalismi með kínverskum einkennum, kínversk þjóðernishyggja
Einkennislitur Rauður     
Sæti á Alþýðuþinginu
Sæti í fastanefnd Alþýðuþingsins
Vefsíða cpc.people.com.cn

Kommúnistaflokkur Kína er eini stjórnarflokkur Alþýðulýðveldisins Kína en auk hans eru átta stjórnmálaflokkar starfandi í landinu. Flokkurinn var stofnaður árið 1921, aðallega af Chen Duxiu og Li Dazhao. Kommúnistaflokkurinn vann sigur í Kínversku borgarastyrjöldinni (1927-1949) og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína 1. október 1949. Þá var flokkurinn undir stjórn Mao Zedong sem var leiðtogi flokksins þar til hann lést árið 1976.

Flokkurinn er í grunninn marx-lenínískur flokkur byggður á hugmyndum Vladimírs Leníns sem fela í sér opnar umræður um stefnumál en síðan einingu um samþykkta stefnu. Æðsta ráð flokksins er þjóðþingið sem kemur saman á fimm ára fresti. Þess á milli fer miðnefnd flokksins með völdin. Þar sem miðnefndin kemur aðeins saman einu sinni á ári eru völdin í reynd í höndum stjórnmálaráðs og fastanefndar þess. Leiðtogi flokksins er aðalritari hans auk þess að vera forseti herráðsins og forseti ríkisins (sem er táknræn staða). Núverandi leiðtogi flokksins er Xi Jinping.

Kommúnistaflokkurinn telur til sín um 91 milljónir meðlima og er því næstfjölmennasti stjórnmálaflokkur í heimi á eftir Bharatiya Janata-flokknum á Indlandi.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.