Guangdong
Jump to navigation
Jump to search
Guangdong (kínverska:; 广东; rómönskun: Guǎngdōng) er fjölmennasta héraðið í Kína. Þar búa yfir 86 milljónir manna. Héraðið er þekkt fyrir mikla iðnframleiðslu, sérstaklega við mynni Perluár sem er eitt þéttbýlasta svæði jarðar. Iðnaðurinn laðar að mikin fjölda verkamanna frá öðrum héruðum og talið er að íbúafjöldinn sé að jafnaði 30 milljónum hærri af þeim sökum. Höfuðborg héraðsins er Guangzhou. Héraðið inniheldur þrjú sérstök efnahagssvæði: Shenzhen, Shantou og Zhuhai.