Wikipedia:Grein mánaðarins/2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023

Janúar
Iraq header 2.jpg

Íraksstríðið var stríð, sem hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða í Írak með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar. Innan bandaríska hersins þekkist stríðið undir heitinu Operation Iraqi Freedom (e. „Aðgerð Íraksfrelsi“). Formlega stóð stríðið sjálft yfir frá 20. mars 2003 til 1. maí 2003 en þá voru allar stærri hernaðaraðgerðir sagðar yfirstaðnar. Við tók tímabil mikils óstöðugleika sjálfsmorðssprengjuárása, hermdarverka og launmorða sem margir kjósa að kalla borgarastyrjöld. Stríðinu lauk 18. desember 2011.

Ástæður sem gefnar hafa verið upp til réttlætingar á stríðinu hafa verið margs konar. Kofi Annan hefur, ásamt fleiri gagnrýnendum, haldið því fram að stríðið sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum en ekki náðist sátt um innrásina í öryggisráði S.Þ. líkt og tilfellið hafði verið í fyrra Persaflóastríðinu.


skoða - spjall - saga


Febrúar
NYSE Logo.svg

Kauphöllin í New York er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.

Kauphöllin í New York er í eigu keðjunnar Intercontinental Exchange. Það er bandarískt eignarhaldsfyrirtæki sem er sjálft á skrá NYSE.

Dagleg viðskipti nema um 169 milljörðum dala eða um 22.084 milljörðum íslenskra króna miðað við ofangreint gengi. Alls eru um 2.800 fyrirtæki í kauphöllinni. Í júlí 2004 voru 28 af 30 fyrirtækjum Dow Jones-vísitölunnar skráð í New York-kauphöllinni.

Í kauphöllinni er svokallað viðskiptagólf. Þar keppast menn um kaup og sölu með látum, hrópa sem hæst og bjóða þau verðbréf til sölu, sem þeir hafa til umráða. Í kauphöllinni eru 21 herbergi sem nýtast til viðskipta.


skoða - spjall - saga


Mars
Ariana Grande Grammys Red Carpet 2020.png

Ariana Grande er bandarísk söngkona og leikkona. Hún fæddist í Boca Raton, Flórída og er af ítölskum ættum. Hún varð fyrst fræg fyrir hlutverkið sitt sem Cat Valentine í sjónvarpsþáttunum Victorious og Sam & Cat á Nickelodeon. Þegar Grande var fimmtán ára lék hún Charlotte í Broadway söngleiknum 13. Einnig lék hún í kvikmyndinni Swindle þar sem hún fór með hlutverkið Amanda Benson, eða Mandy the Mutant.

Fyrsta breiðskífa Grande var Yours Truly (2013) sem náði góðum vinsældum þar sem lagið „The Way“ komst í topp tíu á Billboard Hot 100. My Everything (2014) var önnur platan hennar og inniheldur hún lög í EDM stíl. Á plötunni má finna lögin „Problem“, „Bang Bang“ og „Break Free“ sem hlutu mikilla vinsælda. Þriðja platan, Dangerous Woman (2016), var fyrsta breiðskífa Grande til að lenda í fyrsta sæti í Bretlandi. Persónulegir erfiðleikar höfðu áhrif á fjórðu og fimmtu plötu hennar, Sweetener (2018) og Thank U, Next (2019), og eru lögin í stíl við trapp tónlistarstefnuna.


skoða - spjall - saga


Apríl
После боя. БТР, подбитый боевиками.jpg

Seinna Téténíustríðið var stríð sem Rússar háðu gegn aðskilnaðarsinnum í Téténíu frá 1999 til 2000. Eiginlegum stríðsátökum lauk með sigri Rússa árið 2000 en uppreisnarhópar héldu áfram hernaði gegn rússneskum yfirráðum þar til hernaðaraðgerðum lauk árið 2009.

Stríðið hófst samhliða valdatöku Vladímírs Pútín í Rússlandi og er því stundum kallað „stríð Pútíns“ til að greina það frá fyrra Téténíustríðinu, sem er þá kallað „stríð Jeltsíns.“ Stríðið setti svip sinn á fyrstu valdaár Pútíns og framganga hans í því átti þátt í að auka vinsældir hans og treysta stöðu hans sem leiðtoga Rússlands.

Stríðinu lauk með sigri Rússa gegn aðskilnaðarsinnum. Rússar gerðu feðgana Akhmad og Ramzan Kadyrov, sem höfðu áður barist fyrir sjálfstæði Téténíu, að umboðsstjórnendum sínum í Téténíu.


skoða - spjall - saga


Maí
Rev. Sun Myung Moon speaks, Las Vegas, NV, USA on April 4, 2010.png

Sun Myung Moon var suður-kóreskur trúarleiðtogi sem var jafnframt þekktur fyrir viðskiptaumsvif sín og stuðning sinn við ýmsa pólitíska málstaði. Moon var stofnandi og andlegur leiðtogi Sameiningarkirkjunnar, kristins söfnuðar sem gekk út á þá trúarkenningu að Moon sjálfur væri nýr Messías sem hefði verið falið að ljúka hjálpræðisverkinu sem Jesú mistókst að vinna fyrir 2000 árum. Fylgismenn Moons eru gjarnan kallaðir „Moonistar“ (e. Moonies).

Með framlögum fylgjenda sinna gerði Moon Sameiningarkirkjuna að viðskiptalegu stórveldi og varð sjálfur vellauðugur. Hann kom sér jafnframt í samband við marga valdsmenn og þjóðarleiðtoga á borð við Richard Nixon, George H. W. Bush, Míkhaíl Gorbatsjov og Kim Il-sung. Söfnuður Moons hefur ætíð verið umdeildur og gagnrýnendur hans líta jafnan á hann sem sértrúarsöfnuð sem heilaþvær og féflettir meðlimi sína. Moon sjálfur var um skeið fangelsaður fyrir skattsvik á níunda áratugnum.


skoða - spjall - saga


Júní
Policemen in gas masks guard Austurvöllur after dispersing the crowd with tear gas..jpg

Óeirðirnar á Austurvelli áttu sér stað miðvikudaginn 30. mars 1949, vegna þess að til stóð að samþykkja þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATÓ). Andstæðingar inngöngunnar, stuðningsmenn hennar og aðrir almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að sjá hvað verða vildi, en sumir andstæðinganna létu grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla ákvað að dreifa mannfjöldanum með því að varpa táragasi á hann. Varalið lögreglunnar var kallað út og voru varaliðarnir með breska hermannahjálma og armbindi, ýmist hvít eða í fánalitunum, sem einkenni. Þessi átök milli andstæðinga tillögunnar annars vegar og lögreglu, varaliðs hennar og stuðningsmanna tillögunnar hins vegar urðu mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa atburði á Austurvelli og er ekki auðvelt að skera úr um sannleiksgildi frásagna og niðurstaðna. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur meðal annars haldið því fram að beinlínis hafi verið stefnt að valdaráni sósíalista með þessum aðgerðum. Aðrir, meðal annars Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, hafa hafnað þessari túlkun.


skoða - spjall - saga


Júlí

Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2023
skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2023
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2023
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2023
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2023
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2023
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023