Fara í innihald

Taylor Swift (plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Taylor Swift
Kápan á stöðluðu útgáfunni[a]
Breiðskífa eftir
Gefin út24. október 2006 (2006-10-24)
Tekin upp2005
Hljóðver
  • Castles
  • Quad
  • Sound Cottage
  • Sound Emporium (Nashville)
StefnaKántrí
Lengd40:28
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
  • Nathan Chapman
  • Robert Ellis Orrall
Tímaröð – Taylor Swift
Taylor Swift
(2006)
The Taylor Swift Holiday Collection
(2007)
Smáskífur af Taylor Swift
  1. „Tim McGraw“
    Gefin út: 19. júní 2006
  2. „Teardrops on My Guitar“
    Gefin út: 20. febrúar 2007
  3. „Our Song“
    Gefin út: 4. september 2007
  4. „Picture to Burn“
    Gefin út: 3. febrúar 2008
  5. „Should've Said No“
    Gefin út: 19. maí 2008

Taylor Swift er frumraunarplata bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Hún var gefin út 24. október 2006 af Big Machine Records í Bandaríkjunum og Kanada, og 18. mars 2008 alþjóðlega. Swift hafði skrifað undir hjá Sony/ATV Tree útgáfunni árið 2004 þegar hún var fjórtán ára til að sækjast eftir ferli í kántrítónlist. Samningurinn hennar við Big Machine Records gerði henni kleift að vinna í plötunni á meðan hún gekk í skóla.

Lögin á plötunni fjalla um lífið hennar sem unglingur, ástarsambönd, vináttu, og óöryggi. Platan var framleidd af Robert Ellis Orral og Nathan Chapman. Taylor Swift er kántríplata með popp og popp rokk eiginleikum. Á henni má heyra órafmögnuð hljóðfæri, líkt og gítara, banjó og fiðlur.

Fimm smáskífur voru gefnar út af Taylor Swift, þar með talið „Our Song“ og „Should've Said No“ sem komust efst á Hot Country Songs vindsældalistann, og lagið „Teardrops on My Guitar“ sem komst í topp 15 á Billboard Hot 100. Swift auglýsti plötuna í gegnum Myspace sem þótti óvenjulegt á þeim tíma fyrir kántrítónlistarmann. Hún hóf sex mánaða tónlistarferðalag árið 2006 og hitaði upp á tónleikum fyrir aðra sveitasöngvara á árunum 2006 og 2007. Taylor Swift var tilnefnd sem plata ársins (Album of the Year) á Academy of Country Music-verðlaununum árið 2008.

Platan var 24 vikur á toppi Top Country Albums listans og komst í fimmta sæti á Billboard 200. Hún hefur verið viðurkennd sem sjöföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA).

Öll lögin voru framleidd af Nathan Chapman nema þar sem er tekið fram.

Taylor Swift – Stöðluð útgáfa[1]
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Tim McGraw“
3:54
2.„Picture to Burn“
  • Swift
  • Rose
2:55
3.„Teardrops on My Guitar“
  • Swift
  • Rose
3:35
4.„A Place in This World“
  • Swift
  • Robert Ellis Orrall
  • Angelo Petraglia
3:22
5.„Cold as You“
  • Swift
  • Rose
4:01
6.„The Outside“ (
  • Orrall
  • Chapman
)
Swift3:29
7.„Tied Together with a Smile“
  • Swift
  • Rose
4:11
8.„Stay Beautiful“
  • Swift
  • Rose
3:58
9.„Should've Said No“Swift4:04
10.„Mary's Song (Oh My My My)“
  • Swift
  • Rose
  • Brian Maher
3:35
11.„Our Song“Swift3:24
Samtals lengd:40:28
Taylor Swift Best Buy útgáfa (auka niðurhal)[2]
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
12.„I Heart ?“ (Orrall)Swift3:15
Samtals lengd:43:43
Taylor Swift – Deluxe útgáfa (aukalög)[3]
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
12.„I'm Only Me When I'm with You“ (
  • Orrall
  • Petraglia
)
  • Swift
  • Orrall
  • Petraglia
3:35
13.„Invisible“ (Orrall)
  • Swift
  • Orrall
3:26
14.„A Perfectly Good Heart“ (
  • James
  • Verges
)
  • Swift
  • Brett James
  • Troy Verges
3:42
15.„Taylor Swift's 1st Phone Call with Tim McGraw 4:44
Samtals lengd:55:55
Taylor Swift – 2008 endurútgáfa og alþjóðleg útgáfa[4][5]
Nr.TitillLengd
15.„Teardrops on My Guitar“ (popp útgáfa)2:58
Samtals lengd:54:09

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Taylor Swift (2006). Taylor Swift (album booklet). Big Machine Records. BMR120702.
  2. Taylor Swift (2006). Taylor Swift (Media notes) (Best Buy exclusive. útgáfa). Big Machine Records. BMR133702ST01.
  3. Taylor Swift (2006). Taylor Swift (Media notes) (deluxe. útgáfa). Big Machine Records. BMR022702.
  4. „Taylor Swift: Taylor Swift“ (þýska). JPC. Afrit af uppruna á 2. desember 2020. Sótt 3. mars 2021.
  5. Taylor Swift (2008). Taylor Swift (physical album liner notes). Big Machine Records. BMR079102.

Athugasemdir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Þessi kápa var notuð á stöðluðu útgáfu og útgáfunni frá 2008. Á deluxe útgáfu frá 2007 má finna öðruvísi mynd af Swift.