CSI: Crime Scene Investigation

Þessi grein er gæðagrein að mati notenda Wikipediu.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
CSI: Crime Scene Investigation
Lógó CSI: Crime Scene Investigation
Einnig þekkt semCSI: Crime Scene Investigation
TegundLögreglu réttarrannsóknir, Drama
ÞróunAnthony E. Zuiker
LeikararTed Danson
George Eads
Eric Szmanda
Jorja Fox
Robert David Hall
Wallace Langham
Paul Guilfoyle
David Berman
Elisabeth Harnois
Elisabeth Shue
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða15
Fjöldi þátta277
Framleiðsla
StaðsetningLas Vegas
Lengd þáttar40-45 mín (án auglýsinga); 90 mín (1 þáttur, án auglýsinga)
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt06. október 2000 – 27. september 2015
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

CSI: Crime Scene Investigation er bandarískur sjónvarpsþáttur og fylgir eftir Las Vegas réttarrannsóknarmönnum og rannsóknum þeirra á mismunandi glæpum og morðmálum.

Viðtökurnar við þættinum hafa verið mjög góðar og hefur þátturinn verið sá vinsælasti á CBS sjónvarpstöðinni, þó að þátturinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir að sýna ónákvæma mynd af því hvernig lögreglurannsóknir eru gerðar og einnig hversu ofbeldisfullir glæpirnir eru oft sýndir.

Fimmtán þáttaraðir hafa verið gerðar og síðasti þátturinn var sýndur 27. september, 2015 í Bandaríkjunum.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

CSI: Crime Scene Investigation er framleitt af Jerry Bruckheimer Television og CBS Productions. Þátturinn hefur verið mikið gagnrýndur alveg síðan hann var frumsýndur af lögreglum og saksóknurum, sem telja að CSI sýni ónákvæma mynd á því hvernig lögreglan leysir glæpamál. Síðan hefur Parents Television Council, gert athugasemdir við ofbeldið, myndir og kynlífs innihald sem sést í þættinum. Þrátt fyrir þessa gagnrýni þá er hann einn sá mesti sem fylgst er með frá 2002. Þessar vinsældir hafa stuðlað að því að CBS hefur búið til fyrirtæki kringum nafnið, byrjaði það allt í maí 2002 með nýrri seríu CSI: Miami og síðan aftur 2004 með CSI: NY.

Síðan haustið 2008, óskar CSI eftir um 32.727.838 milljónir fyrir 30 – sekúnda auglýsingar, samkvæmt Advertising Age könnuninni.[1]

Hugmynd og þróun[breyta | breyta frumkóða]

Uppúr 1990, náði Anthony Zuiker athygli framleiðandans Jerry Bruckheimers eftir að hafa skrifað kvikmyndahandrit fyrir hann. Bruckheimer var að leitast eftir hugmynd að sjónvarpsþætti. Zuiker hafði enga hugmynd, en kona hans benti honum á þáttinn The New Detectives á Discovery Channel sem henni líkaði við, sem fjallaði um réttarrannsóknarmenn sem notuðu DNA og önnur sönnunargögn til þess að leysa gömul glæpamál. [2]. Zuiker byrjaði að verja tíma sínum með raunverulegum LVMPD rannsóknarmönnum og var ákveðinn að þetta væri hugmynd að sjónvarpsþætti. Bruckheimer var sammála og kom á fundi með yfirmanni Touchstone Pictures, sá líkaði frumhandritið og sýndi það ABC, NBC og Fox sem allir afþökkuðu. Á meðan yfirmaður CBS þróunardeildarinnar sá möguleika í handritinu og stöðin hafði kaup eða leik samning við leikarann William Petersen sem hafði áhuga á að leika í CSI kynningarþættinum. Framleiðslustjórar stöðvarinnar líkuðu svo mikið við kynningarþáttinn að þeir ákváðu að setja CSI á áætlunina fyrir árið 2000, þar sem þátturinn átti að vera sýndur á föstudögum á eftir The Fugetive. Frá byrjun var talið að CSI myndi fá ágóða frá The Fugitive sem átti að vera smellur, en í enda ársins 2000 var CSI með miklu meiri áhorfendur.[3]

Tökustaðir[breyta | breyta frumkóða]

Til að byrja með var CSI tekinn upp við Rye Canyon, skrifstofusvæði í eigu Lockhead Corporations staðsett í Valencia, Santa Clarita í Kaliforníu. Aðrir þættir eins og The Unit og Mighty Morphin Power Rangers hafa einnig verið teknir upp þarna[4].

Eftir aðeins ellefu þætti, voru upptökurnar færðar til Santa Clarita Studio og aðeins auka tökur, eins og senur af Las Vegas götum og stöðum gert í Las Vegas, Nevada. Af og til hefur leikaraliðið tekið upp senur í Las Vegas, þó að mesti hlutinn er tekinn upp á stöðum í Kaliforníu. Santa Clarita var valin vegna þess hversu það svipaði til úthverfa Las Vegas[5]. Nokkir staðir í Kaliforníu hafa staðið fyrir byggingar og senur í þættinum þar á meðal Verdugo Hills menntaskólinn, UCLA Royce Hall, Pasadena ráðhúsið og síðan frá október 2007 Kaliforníu Ríkis Háskólinn. Tökur hafa nýlega færst frá Santa Clarita, þó að borgin og umhverfið eru oft notuð við útitökur.[6][7]

Stíll[breyta | breyta frumkóða]

Stíll þáttarins hefur verið líkt við Quincy M.E. og The X-Files.[8]. Tækin og sú tækni sem er notuð í þættinum hefur fært þátinn í áttina að vísindategundinni og árið 2004 fékk þátturinn Saturn Award tilnefningu fyrir besta sjónvarpsþáttinn. Serían tekur stundum skref í áttina að ímyndunaraflinu, eins og í þættinu "Toe Tags" frá 2006 sem sýndi söguna frá hlið líkanna og umræðuna á milli þeirra um hvernig þau dóu.

Serían er þekkt fyrir sjónarhorn kvikmyndavélarinnar, frjálslynda klippingu, hátækni búnað, ítarlega tæknilega umræðu og grafíska lýsingu á ferli byssukúlna, blóðsplettum, líffæra meiðslum, aðferðir í endurheimtingu á sönnunargögnum (t.d. fingraför innan úr latex hönskum) og endursköpun glæpsins. Þessar aðferðir í að taka nærmyndir, með tali frá einum af persónunum í þættinum er oft talað um sem "CSI shot". [9]. Margir þættirnir sýna heilar senur þar sem tilraunir, próf, eða önnur tæknileg vinna er lýst nákvæmlega, þá með litlum hljóðbrellum og tónlist – aðferð sem minnir á Mission: Impossible. Lýsing, samsetning og sviðsetning er mjög inflúensuð af framúrstefnulegum kvikmyndum [9].

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Þemalag þáttarins er Who Are You, skrifað af Pete Townshend með söng Roger Daltrey sem eru báðir meðlimir The Who frá albúmi þeirra síðan 1978.[10] Í gegnum seríuna hefur tónlistin skipað stóran þátt; tónlistmenn eins og The Wallflowers, John Mayer, Method Man og Akron (með Obie Tric) hafa komið fram í þættinum. Lagið Everybody out of the Water eftir The Wallflowers finnst á geisladiski CSI. Mogwai heyrist oft meðan senur sýna tækniprófin í vinnslu, eins og Radiohead og Cocteau Twins, aðrir tónlistmenn hafa lánað tónlist sína í þáttinn eins og Rammstein, Sigurrós, Marilyn Manson, Nine Inch Nails. Í þættinumFor Warrick í seríu 9, má heyra The Martin Brothers í bakgrunni þegar Grissom finnur lík Warricks.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn fylgir eftir glæpamálum sem Rannsóknardeild Las Vegas Lögreglunnar vinnur að hverju sinni. Oftast kallað Las Vegas Crime Lab af lögreglumönnum. Anthony E. Zuiker valdi Las Vegas, eins og nefnt er í fyrsta þættinum, rannsóknarstofan er númer tvö hvað varðar virkni á eftir rannsóknarstofu Alríkislögreglunnar í Quantico, Virginíu. [11]. Deildin rannsakar flest mál í gegnum réttar sönnungargögn, sem geta skorið út hvort um morð eða slys sé að ræða hverju sinni. Oftast nær mun niðurstaðan í hverju máli neyða einhvern til þess að spyrjast fyrir um móral, skoðanir og eðli mannsins almennt.

Fimm tímamóta þættir hafa verið gerðir: sá 100 Ch-Ch-Changes, sá 150 Living Legend með Roger Daltrey úr The Who sem gestaleikari, sá 200 Mascara, sá 250 Cello and Goodbye (Part 2) og sá 300 Frame by Frame.

Söguþráðs skipti[breyta | breyta frumkóða]

Tveggja þátta söguþráður var með Without a Trace sem voru sýndir 8. nóvember 2007. Fyrri þátturinn gerðist í CSI og sá seinni í Without a Trace[12]!. Þann 8. maí 2008, var þátturinn "Two and a Half Death" skrifaður af Two and a Half Men höfundunum Chuck Lorre og Lee Aronsohn. Þátturinn fjallaði um dauða sápuóperu leikara byggt á Roseanne, þar sem Lorre hafði verið höfundur. Nokkrir höfundar að CSI skrifuðu þáttinn "Fish in A Drawer" fyrir Two and a Half Men, þar sem hús Charlie var rannsakað vegna láts stjúpföður Charlies. Aðeins George Eads (Nick Stokes) úr CSI kom fram í báðum þáttunum, en sem mismunandi persónur. Leikarar Two and a Half Men komu fram í þætti CSI. Má sjá þá fyrir utan búningsvagninn, klædda í smóking; virðast þeir vera að reykja en segja ekki neitt.

Í seríu 10 var söguþráðs skipti milli allra systraþáttana þegar persónan Laurence Fishburne ferðaðist til Miami og New York við rannsókn á mannsali[13]

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu 8 og hálfri seríunni var Dr. Gil Grissom aðalperónan, leikin af William Petersen, yfirmaður næturvaktarinnar á rannsóknarstofunni. Um miðja níundu seríu yfirgaf William Petersen þáttinn. Í stað hans kom leikarinn Laurence Fishburne sem Dr. Raymond Langston, fyrrverandi læknir sem ákvað að fara yfir í réttarrannsóknir til þess að losna undan fortíðardraugum en yfirgefur þáttinn í lok elleftu xeríu. Í tólftu seríunni bætist Ted Danson við sem D.B. Russell hinn nýji yfirmaður næturvaktarinnar[14][15].

Elisabeth Shue bættist í hóp aðalleikara 15. febrúar, 2012, þar sem hún kom í staðinn fyrir Marg Helgenberger sem yfirgaf þáttinn 25. janúar 2012.[16]

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna Starf Sería
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
Ted Danson D.B. Russell Yfirmaður næturvaktarinnar Aðal
Elisabeth Shue Julie (Finn) Finlay Aðstoðaryfirmaður næturvaktarinnar Aðal
George Eads Nick Stokes CSI Stig 3 Aðal
Jorja Fox Sara Sidle CSI Stig 3 Aðal Gesta Auka Aðal
Eric Szmanda Greg Sanders CSI Stig 3 Auka Aðal
Robert David Hall Dr. Albert (Al) Robbins Yfir réttarlæknir Auka Aðal
Wallace Langham David Hodges Efnatæknifræðingur Auka Aðal
David Berman David Phillips Aðstoðar réttarlæknir Auka Aðal
Elisabeth Harnois Morgan Brody CSI Stig 2 Gesta Aðal
Jon Wellner Henry Andrews Eiturefnafræðingur /DNA tæknifræðingur Auka Aðal
Paul Guilfoyle Kapteinn James "Jim" Brass LVPD Rannsóknarfulltrúi Aðal
Louise Lombard Sofia Curtis LVPD Rannsóknarfulltrúi Auka Aðal Gesta Gesta
Gary Dourdan Warrick Brown CSI Stig 3 Aðal
William Petersen Dr. Gilbert (Gil) Grissom Yfirmaður næturvaktarinnar Aðal Gesta
Lauren Lee Smith Riley Adams CSI Stig 2 Aðal
Liz Vassey Wendy Simms DNA tæknifræðingur Auka Aðal Gesta
Laurence Fishburne Dr. Raymond (Ray) Langston CSI Stig 2 Aðal
Marg Helgenberger Catherine Willows Yfirmaður/Aðstoðaryfirmaður næturvaktarinnar Aðal Gestur

Aðal persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • CSI Stig 3 Yfirmaður næturvaktarinnar: D.B. Russell (Ted Danson) er hinn nýji yfirmaður næturvaktarinnar. Russell vann áður sem CSI í Washington ríki. Russell er giftur og á fjögur börn, þar á meðal soninn Charlie Russell sem er körfuboltaleikmaður og dótturina Maya Russell. Á hann einnig eitt barnabarna gegnum Mayu.
  • CSI Stig 3 Aðstoðaryfirmaður næturvatkarinnar: Julie "Finn" Finlay (Elisabeth Shue) er nýjasti meðlimur CSI liðsins. Vann áður með D.B. Russell í Seattle.
  • CSI Stig 3: Nicholas "Nick" Stokes (George Eads). Nick er með gráðu í criminal justice frá Texas A&M háskólanum og talar reiprennandi spænsku. Nick framdi næstum því sjálfmorð eftir að hafa verið grafinn lifandi í "Grave Danger". Var veitt eftirför í þættinum "Stalker" af Nigel Crane sem hélt að Nick væri vinur hans. Þar sem honum var misþyrmt þegar hann var ungur, þá hefur peróna hans litla hluttekningu en samtarfsmenn hans, sem hefur haft nokkrar afleiðingar í för með sér. Í lok seríu 10 var Nick skotinn af árásarmanni en lifði af. Varð aðstoðaryfirmaður undir Catherine þegar Grissom fór en var lækkaður í tign eftir atburði í enda seríu 11.
  • CSI Stig 3: Sara Sidle (Jorja Fox) er efnagreinir. Hefur gráðu í eðlifræði frá Harvard Háskólanum og vann áður fyrir San Francisco dánarstjórann og rannsóknarstofuna. Sara kom í staðinn fyrir Holly Gribbs til þess að rannsaka dauða hennar. Hún er mjög holl starfi sínum og fer langar lengdir til þess að réttlætinu er svarað. Oft köld í anda og framkomu, tilfinninglega erfið og á erfitt með að vinna með mál sem tengjast misþyrmingum. Tók við bónorði frá Gil Grissom í "The Case of the Cross-Dressing Carp". Nokkrum þáttum seinna, í "Goodbye and Good Luck", þá yfirgefur Sara liðið eftir erfit mál. Skilur hún eftir miða handa Grissom, þar sem hún þarf að standa auglits við drauga fortíðarinnar, eitthvað sem hún gat ekki í Las Vegas. Kemur fram sem gestaleikari í seríu níu og Grissom hittir hana aftur í þættinum One to Go í Costa Rica skóginum. Snéri aftur í seríu 10 og í þætti "Family Affair" kemur fram að Grissom og Sara eru gift.[17]
  • CSI Stig 3: Greg Sanders (Eric Szmanda) fyrrverandi DNA rannsóknarmaður á rannsóknarsofunni. Greg byrjaði þjálfun í vettvangsvinnu í þættinum "Who Shot Sherlock?", og varð fullgildur CSI á endanum. Er hálfgerð orðabók þegar kemur að DNA og snefilgreiningum. Í þættinum "Play with Fire" þá slasast hann í sprengingu sem gerist á rannsóknarstofunni. Síðan í þættinum "Fannysmackin" þá er hann illa barinn af ungum unglingspiltum eftir að reyna bjarga fórnarlambi. Greg er skáti og hefur skrifað bók um sögu Las Vegas, sem kemur oft fyrir þegar verið er að rannsaka mál tengt "Gömlu Las Vegas" þegar hún var rekin af mafíunni. Verður CSI 3 í þættinum "19 Down".
  • CSI Stig 2: Morgan Brody (Elisabeth Harnois) er fyrrverandi meðlimur CSI LAPD deildarinnar og gengur til liðs við CSI Las Vegas deildina í byrjun seríu 12. Hún er dóttir undirfótgetans Conrad Ecklies.
  • Yfirréttarlæknir: Dr. Albert "Al" Robbins (Robert David Hall) er yfir dánarstjóri Las Vegas lögreglunnar. Kemur fyrst fram í þættinum "Who Are You?" og verður reglulegur frá seríu 3. Er giftur og á þrjú börn. Náinn vinur Gil Grissoms og eftir brottför hans, þá myndaði hann samskonar samband við Ray Langston. Er einnig góður vinur Davið Phillips, aðstoðarréttarlæknisins. Hefur tvo plastfætur sem hann fékk eftir slys þegar hann var að grafa upp gólf á vettvangi glæps; þessi fötlun er dregin frá leikaranum sjálfum Rober David Hall, sem missti fót sinn í bílslysi.
  • Efnatæknifræðingur: David Hodges (Wallace Langham) er efnatæknifræðingur sem kom frá Los Angeles. Framkoma Hodges er oft skopleg, þó að flestir finnast hann andstyggilegur og pirrandi. Kom fyrst fram í þættinum "Recipe for Murder" en hefur verið reglulegur frá þættinum "Dead Doll". Náði einu sinni að fá alla tæknimennina í deildinni til þess að vinna að The Miniature Killer málinu, með því að finna mikilvæga vísbendingu. Hodges er líka annálaður fyrir gott nef fyir lykt og er fær um að greina mörg efnasambönd bara út frá lyktinni. Er rænt ásamt móður sinni í þættinum Malice in Wonderland í seríu 12.
  • LVPD Rannsóknarfulltrúi: Kapteinn James "Jim" Brass (Paul Guilfoyle) var yfirmaður LV CSI og er frá New Jersey. Var færður yfir í rannsóknarlögregluna í þættinum "Cool Change" og vinnur mikið með CSI liðinu. Dóttir hans, Ellie á við vandamál að stríða í seríu 2, hún er fíkniefnaneytandi og vændiskona í Los Angeles. Kom það fram í þættinum "Ellie" að hann er ekki líffræðilegur faðir Ellie. Í þættinum "Bang Bang" Brass er skotinn tvisvar af Willy Cutler Currie Graham eftir að hafa sannfært hann að sleppa kvenngísli. Í enda þáttarins "Built to Kill", þá má sjá hann á tattú stofu hafa dagsetningu skotárasinnar setta á sig við sárið. Hefur aldrei verið sakaður um að vera "mild lögregla" og hefur sýnt lítið tillit til regla gegnum árin. Í þættinum "Who and What", eftir að FBI Jack Malone ýtir höfði grunaða á borðið, Brass kemur inn og tekur hann af og segir "Ef þú vilt flytja hann til Gitmo, gjörðu svo vel. Í þessu húsi förum við eftir reglunum".
  • Aðstoðar réttarlæknir: David Phillips (David Berman) (gælunafn "Super Dave") er aðstoðar réttarlæknir til yfirréttarlæknisins Al Robbins. Hefur hann fengið áskipað gælunafn eftir að hafa bjargað lífi fórnarlambs við krufningu. Vegna vinnu sinnar, þá er lítið sem slær hann út af laginu. Í fyrsta seríunum, þá var hann oft stríddur fyrir litla reynslu í samskiptum. David giftist í sjöundu seríunni og eiginkonan finnst gaman að heyra allt sem tengist vinnunni. Í seríu átta, þá koma fram vísbendingar að eiginkonan sé að reyna breyta útliti hans. Í seríu níu þá framkvæmir hann sína fyrstu krufningu sem sýnir hæfni hans.
  • Eiturefnafræðinguri/DNA tæknifræðingur: Henry Andrews (Jon Wellner) er eiturefnafræðingur og DNA tæknifræðingur sem vinnur á næturvaktinni. Vann áður á dagvatkinni en var oft fluttur til af Ecklie áður en hann festist á næturvaktinni.

Fyrrverandi persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • CSI Stig 2: Riley Adams (Lauren Lee Smith) er fyrrverandi St.Louise lögreglukona sem varð CSI. Hún varð annars stigs CSI í Las Vegas,kom í staðinn fyrir Warrick Brown. Kom fyrst fram í þættinum "Art Imitates Life", framdi hún endurlífgun á stráki og náði að lífga hann við. Riley hefur sýnt persónulegan áhuga í einu máli "Miscarriage of Justice" þegar hún var að tala við konu þar sem maður hennar hafði drepið sjálfan sig, ekki er vitað hvað gerðist í fortíð Riley en svo virðist sem hún hefur tengingu með ekkjunni. Í þættinum "No Way Out", hún og Ray Langston eru haldin í gíslingu í framhaldi af skotárás í nágrenni, Riley nær að að afvopna hinn grunaða og leyfa þeim að ganga í burtu ómeidd. Leikkonan Lauren Lee Smith mun ekki koma tilbaka í næstu seríu af CSI, samkvæmt framleiðslustjóranum Naren Shankar frá 27.júlí 2009 og segir að ákvörðunin að láta Smith fara og persónu hennar vera "tillfinningarlegt málefni hvernig hópurinn náði saman"[2]
  • DNA rannsóknarmaður: Wendy Simms (Liz Vassey) vann í San Francisco, Kaliforníu áður en hún fluttist til Las Vegas til þess að taka við DNA stöðinni í "Secrets and Flies." Í þættinum "Lab Rats," þá hjálpar hún David Hodges að rannsaka The Miniature Killer. Báðar persónurnar hafa átt í samfelldri keppni sem er talið skyggja á gagnvæmt aðdráttarafl þeirra. Hodges kvartar að Simms sé að reyna að taka yfir öllu og að hún sé "of flott" fyrir rannsóknarstofuna. Simms móðgar Hodges með því að kalla hann "furðustrák" og "rolu" en metur mikils hversu ítarlegur hann er í rannsóknum. Wendy virðist vera smá klaufi og hefur orðstír af sér fyrir að vera klunnaleg í vinnunni. Wendy og Dr. Robbins eiga ágreining vegna skemmdra blóð sönnunargagna í, "Let It Bleed." Wendy lék hlutverk í sjálfstæðri hryllingsmynd þar sem hún lék stúlku sem var skorin í tvennt af manni með keðjusög. Hodges finnur fyrir aðdráttarafli hennar en er jafn hræddur um að samband á vinnustað myndi ekki leiða til góðss. Leikkonan Liz Vassey var gerð að aðalleikara í tíundu seríu en yfirgaf CSI í lok seríu 11.
  • CSI Stig 3 Yfirmaður næturvaktarinnar: Dr. Gilbert "Gil" Grissom (William Petersen) var yfirmaðurinn Las Vegas CSI næturvaktarinnar og rannsóknar skordýrafræðingur með gráðu í líffræði frá UCLA. Þekktur fyrir að vera nákvæminn og skipulagður vísindamaður, ásamt því að vera sérvitur og dulur. Í þættinum "Way To Go" kom fram að hann var í sambandi með Söru Sidle og bað hann hennar í þættinum "The Case of the Cross-Dressing Carp". Persónan Grissom er lítiðlega byggt á réttarrannsóknarmanninum (Daniel Holstein). Leikarinn William Petersen var talinn hafa gert samning um að vera í seríu níu, en Associated Press sagði frá því að Petersen myndi yfirgefa þátinn sem regluleg persóna í seríu níu, þar sem hann vildi leggja meiri áherslu á feril sinn á sviði. Hann mun vera gestaleikari í þættinum þegar á þarf. Í lokasenu þáttarins "One to Go" þá sést þegar hann hittir kærustu sína Söru Sidle í regnskóginum í Costa Rica þar sem þau kyssast[18][19]
  • CSI Stig 3: Warrick Brown (Gary Dourdan)var hljóð-vídeó sérfræðingur. Warrick var fæddur og uppalinn í Las Vegas og með gráðu í efnafræði frá UNLV. Aðalhliðin sem oftast sást var að hann var spilafíkill á batavegi, sem var mjög erfitt fyrir hann þar sem hann vinnur í Las Vegas. Holly Gribbs var drepin í fyrsta þættinum, á meðan hann var að veðja í staðinn fyrir að fylgjast með henni. Warrick missti næstum því vinnuna út af þessu, en Grissom kom honum til bjargar og studdi hann í því að komast yfir fíknina. En árátta hans var ein af ástæðu þess að liðinu var skipt upp í seríu fimm. Hann giftist í seríu sex and skildi svo í seríu átta. Persónan kom ekki aftur í seríu níu þar sem Gary Dourdan og CBS náði ekki saman um samning. Í þættinum "For Gedda" Warrick Brown er skotinn til bana; sem var staðfest í fyrsta þætti seríu níu, þátturinn "For Warrick" sýnir að hann var drepinn af undirfógetanum Jeff McKeen, byrjunarsenan sýnir þegar Warrick deyr í örmum Grissom og fram kemur að hann eigi son. [20]
  • LVPD Rannsóknarfulltrúi: Sofia Curtis (Louise Lombard) var CSI sem varð hluti af liði Grissom um miðja seríu fimm, vegna ákvörðunar aðstoðaryfirmannns stofunnar, Conrad Ecklie. Stuttu eftir þá pælir hún í að segja upp eftir þessa niðurlægingu. Í seríu sex þá breytir hún um feril og verður rannsóknarfulltrúi. Sofia kom fram nokkrum sinnum í seríu fimm og varð svo regluleg í seríu sjö. Í þættinum "Dead Doll" kemur fram að leikkonan Louise Lombard var skráð sem "sérstakur gestaleikari".
  • CSI Stig 2: Dr.Raymond Langston (Laurence Fishburne) kemst í samband við CSI liðið vegna morðrannsóknar og slæst í hópinn sem Stig 1 CSI. Langston vann einu sinni á sjúkrahúsi þar sem samstarfsmaður hans drap 27 sjúklinga. Í "The Grave Shift" þá á hann erfitt með að höndla starfið, í "No Way Out" þá er hann tekinn sem gísl sem afleiðing af skotárás í nágrenninu, í "Mascara" þá er einn af nemendum hans drepinn og í enda "All In," þarf Langston að skjóta og drepa morðingja til að verja sjálfan sig. Samkvæmt framleiðslustjóranum Carol Mendelsohn, í byrjun seríu 10, þá er Ray að útskrifsast sem byrjandi til að verða CSI 2 og hefur hann notað allt líf sitt til að taka hvern einasta kúrs og námskeið sem hann gat, í raunverunni að verða sá CSI sem Gil Grissom sá í honum.[3] Geymt 9 ágúst 2009 í Wayback Machine. Í lok seríu 10 þá er Langston stunginn af Ray Haskell sem hann drepur í lok seríu 11. Yfirgefur CSI og flytur til Baltimore til að búa með fyrrverandi eiginkonu sinni eftir árásina sem þau verða fyrir af hendi Ray Haskell.
  • CSI Stig 3 Yfirmaður/Aðstoðaryfirmaður næturvaktarinnar: Catherine Willows (Marg Helgenberger) er fyrrverandi yfirmaður næturvaktarinnar á deildinni. Var henni boðin sú staða eftir afsögn Gil Grissom í þættinum "One to Go". Á eina dóttur, Lindsey Willows (Kay Panabaker), og átti stormasamt samband við fyrrum eiginmann sinn Eddie Willows (Timothy Carhart) áður en hann var myrtur í þættinum "Lady Heather´s Box". Samband hennar við föður sinn, Sam Braun (Scott Wilson), hafði áhrif á sum rannsóknarmál hennar. Í þættinum "Built to Kill" er Braun drepinn og deyr í örmum Catherine´s. Catherine var skelfingu lostin að hafa verið valdur að sprenginu í rannsóknarstofunni þar sem Greg Sanders dó næstum því. Borgaði námið sitt með því að vera strippdansari. Persóna hennar er lítt byggð á CSI Yolanda McCleary[18]. Yfirgefur CSI til að vinna hjá alríkislögreglunni.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Níunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Tíunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Ellefta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Tólfta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þrettánda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir 2001 tímabilið ákvað CBS að færa CSI, ásamt Survivor yfir á fimmtudaga með því endaði yfirráð NBC á þessum tíma, þar sem NBC hafði haft vinsæla þætti sýnda (eins og Friends og Will & Grace), en þeir gátu ekki keppt við CSI. CBS varð ein mest horft á sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum , þar sem CSI var sá þáttur sem mest var horft á tímabilið 2002-2003[21], og sá mest-skrifaði þáttur sem horft var á fimm tímabil í röð, frá 2002-2003 til 2006-2007. Lokaþátturinn í tímabilinu 2004-2005 var leikstýrt af Quentin Taratino og hét "Grave Danger", 35 milljónir áhorfenda horfðu á þann 4. maí 2005, tvisvar sinnum meira en þátturinn sem kom næst[22]

Viðbrögð almennings[breyta | breyta frumkóða]

Vinsældir CSI hefur leitt til myndunar vefsíðna, internet vettvang fyrir umræður og mjög mikil aðdáenda-myndefni.

Þann 27. september 2007 eftir 8 seríur, var lítil stytta af skrifstofu Gil Grissom (sem hann sjálfur var að byggja í seríu sjö) sett til sölu á eBay. Uppboðið endaði 7. október, þar sem styttan var seld fyrir 1.944.228 milljónir og var ágóðinn gefinn National CASA Association af CBS. [23]

Grasrótar herferð var sett af stað í ágúst 2007, vegna orðróma að Jorja Fox væri að yfirgefa þáttinn.[24] Var hún skipulögð á netinu gegnum Your Tax Dollars At Work. Margir af þeim nítján þúsund meðlimum gáfu pening í málstaðinn, safnaðist allt að 997.040 þúsund í gjafir og atriði handa CBS framleiðslustjórum og framleiðendum CSI og höfundunum. Meðal annars var send brúðkaupsterta til Carol Mendelsohn, 192 súkkulaðihjúpuð skordýr með skilaboðinu CSI án Söru pirrar okkur til Naren Shankar og flugvél sem flaug yfir Universal Studio í Los Angeles nokkrum sinnum með borða sem á stóð Fylgdu sönnunargögnunum haldið Jorja Fox í CSI [25][26]. Önnur mótmæli voru að senda framleiðundunum dollar, til þess að bjarga samningi Fox einn dollar í einu. Eftir 16. október 2007 hafði meira en 20.000 bréf með pening eða skeyti verið send til Universal Studio og höfuðstöðva CBS í New York frá allt að 49 löndum síðan herferðin byrjaði, þann 29. september 2007. [27] [28] [29] Fox og Mendelsohn ákváðu að gefa peninginn til CASA, ríkissamtök sem styðja og auglýsa réttartalsmenn fyrir misþyrmt eða yfirgefin börn. [30]

Gagnrýni vegna ofbeldis og kynferðislegs þema[breyta | breyta frumkóða]

CSI hefur oft verið gagnrýndur fyrir djarft grafísk ofbeldi, myndir og kynferðislegt innihald. CSI serían og systurþættirnir hafa ýtt á þau takmörk sem má sýna í sjónvarpi [31]. Serían hefur sýnt marga þætti tengda kynlífsdýrkun og öðrum formum af kynferðislegri ánægju (dæmi: persónan Lady Heather, atvinnu dómína). Flestar seríur CSI hafa flokkast hátt á meðal þátta sem eru vondir fyrir fjölskylduna samkvæmt Parents Television Council [32][33][34][35][36] [37][38][39][40][41][42][43]. PTC hefur sagt ákveðna CSI þætti vera með þeim verstu sem til eru. Ásamt því að PTC hefur valið þáttinn "King Baby" vera sá mest móðgandi þáttur vikunnar, [43] þetta hefur leitt PTC til að byrja herferð til þess að leggja inn kvartanir til FCC vegna þáttarins; til þessa árið 2007 hafa 13.000 meðlimir PTC kvartað til FCC vegna þáttarins. [44] [45] PTC hefur einnig beðið Clorox um að taka auglýsingar sýnar úr CSI og CSI: Miami vegna þess hversu ofbeldisfullir þættirnir eru. [46]

Viðbrögð lögregluembætta[breyta | breyta frumkóða]

Önnur gagnrýni sem þátturinn hefur orðið fyrir er lýsing þáttarins á lögregluaðgerðum, sem sumir telja að sé ekki í raunveruleikanum [47]. Til að mynda taka persónurnar ekki aðeins þátt í rannsókninni á vettvangninum, heldur taka þær einnig þátt í áhlaupum, eltingarleikjum og handtökum, yfirheyrslum á grunuðum og leysa málin, sem vanalega falla undir rannsóknarfulltrúana ekki CSI starfsmenn. Þó að sumir rannsóknarfulltrúar eru skráðir sem CSIs, þá er það mjög sjaldan í raunveruleikanum. Það er talið óviðeigandi og ólíklegt verklag að leyfa CSI starfsmönnum að vera viðrinna í rannsóknarvinnu þar sem það gæti gert lítið úr þeirri hlutdrægni sem vísindasönnunargögn gefa og þar að auki mynda það vera tímafrekt. CSI hefur samskonar einkenni og breski sjónvarpsþátturinn, "Silent Witness".

Borgirnar norður af Las Vegas og Henderson, og aðliggjandi bæjarumdæmi og sýslur, myndu aldrei leyfa Las Vegas lögreglunni eða fyrirtækjum að koma og vinna í þeirra umdæmi, nema þegar glæpurinn hafi verið framinn í báðum umdæmunum. Þar að auki myndu CSI sem vinna fyrir LVMPD ekki ferðast milli annarra sýsla eins og Nye County, eða Pahrump eða annarra staða í Nevada, þar sem hver sýsla hefur mismunandi lög hvað varðar lögreglu. Sumar lögreglur og saksóknarar hafa gagnrýnt þáttinn fyrir að gefa almenning vitlausa mynd af því hvernig lögreglan rannsakar glæpi. Fórnarlömb og fjölskyldur þeirra eru farnar að vænta þess að fá svör við aðferðum eins og DNA greiningu og fingrafara greiningu, á meðan í raunveruleikanum geta þannig sönnunargögn tekið nokkra daga eða vikur. Saksóknarar taka einnig fram að hlutföll sakfellinga í málum þar sem lítil áþreifanleg sönnunargögn hafa minnkað, er það vegna áhrifa frá CSI á kviðdómendur [48].

Samt sem áður eru ekki allar lögregludeildir krítsískar á þáttinn, margir CSI rannsakendur hafa verið mjög ánægðir með hversu mikil áhrif þátturinn hefur haft og eru mjög glaðir með þessa nýju frægð.

Lesbíu, samkynheigð, tvíkynhneigð og trans málefni[breyta | breyta frumkóða]

Þetta samfélag hefur gagnrýnt þáttinn fyir neikvæða lýsingu á þeim [49]. Þrátt fyrir almenna ónægju, þá hefur þátturinn "Ch-Ch-Changes" í seríu 5 fengið mjög jákvæða umfjöllun frá trans fólki sérstaklega[50]. Ásamt því að þátturinn "Iced" í seríu 5 hefur sýnt samkynhneigða persónu sem var ekki fórnarlamb eða glæpamaður, heldur nágranni fórnarlambs [50].

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

ASCAP Film and Television Music verðlaunin

  • 2013: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían.
  • 2009: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían.
  • 2006: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían.

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films

  • 2005: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
  • 2004: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían.

American Cinema Editors

  • 2011: Tilnefndur fyri bestu klippinguna fyrir Pilot – Alex Mackie og Alec Smight.

American Society of Cinematographers

  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Family Affair – Christian Sebaldt.
  • 2009: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir For Gedda – Nelson Cragg.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Ending Happy – James L. Carter.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Killer – Nathan Hope.
  • 2006: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Who Shot Sherlock – Nathan Hope.
  • 2005: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Down the Drain – Nathan Hope.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Snuff – Michael Barrett.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Fight Night – Frank Byers.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Alter Boys – Michael Barrett.

Art Directors Guild

  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnunina – Richard Berg, Tim Eckel og Debra Wilbur

BMI Film & TV verðlaunin

  • 2013: Verðlaun fyrir bestu tónlistina - Pete Townshend.
  • 2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend.
  • 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend.
  • 2005: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend og John M. Keane.
  • 2004: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend.
  • 2003: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend.
  • 2002: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend.

California on Location verðlaunin

  • 2008: Verðlaun sem besti tökustaðsstjóri ársins – Paul Wilson.
  • 2003: Verðlaun sem besta framleiðslufyrirtæki ársins – CBS Production.

Casting Society of America

  • 2001: Verðlaun sem leikaravalstjóri í dramaseríu – apríl Webster.

Cinema Audio Society

  • 2008: Verðlaun fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Living Doll – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith.
  • 2006: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Grave Danger: Part 2 – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2004: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Grissom Versus The Volcano – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2003: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Fight Night – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Caged – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2001: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Crate and Burial – Larry Benjamin, Ross Davis, Grover B. Helsley og Michael Fowler.

Edgar Allan Poe verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit fyrir A Bullet Runs Through It: Part 1 og 2 – Richard Catalani og Carol Mendelsohn.
  • 2006: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit fyrir Grave Danger – Anthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn, Naren Shankar og Quentin Tarantino.

Emmy verðlaunin

  • 2010: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Family Affari – Christian Sebaldt.
  • 2010: Verðlaun fyrir bestu sjónrænubrellu í sjónvarpsseríu fyrir Family Affair – Sabrina Arnold, Rik Shorten, Steven Meyer, Derek Smith, Christina Spring, Joshua Cushner, Thomas Bremer, Mark R. Byers og Zachariah Zaubi.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir For Warrick – James L. Carter.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina í sjónvarpsseríu, míniseríu, eða kvikmynd fyrir A Space Oddity – Matthew W. Mungle, Clinton Wayne, Melanie Levitt og Tom Hoerber.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir Mascara – Mace Matiosian, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, David F. Van Slyke, Troy Hardy, Joseph T. Sabella og James Bailey.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu förðunina í stakri-myndavél fyrir seríu (ekki-gervi) fyrir Dead Doll – Melanie Levitt, Tom Hoerber, Clinton Wayne og Matthew W. Mungle.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir Cockroaches – Mace Matiosian, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, David F. Van Slyke, Chad J. Hughes, Joseph T. Sabella, Zane D. Bruce og Troy Hardy.
  • 2007: Verðlaun fyri besta hljóðmix í grín-dramaseríu fyrir Living Doll – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Built to Kill: Part 1 – Michael Slovis.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu förðun (ekki-gervi) fyrir Fannysmackin – Melanie Levitt, Tom Hoerber, Matthew W. Mungle og Clinton Wayne.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu tónlistarblöndun í dramseríu fyrir Law of Gravity – John M. Keane.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina í seríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir Living Legand – Melanie Levitt, Tom Hoerber, Matthew W. Mungle og Clinton Wayne.
  • 2006: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Gum Drops – Michael Slovis.
  • 2006: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix fyrir A Bullet Runs Through It – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir A Bullet Runs Through It – Mace Matiosian, Ruth Adelman, David F. Van Slyke, Jivan Tahmizian,, Mark Allen, Troy Hardy, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir Grave Danger – Quentin Taratino.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir Ch-Changes – Melanie Levitt, Matthew W. Mungle, Perri Sorel og Pam Phillips.
  • 2005: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir Down the Drain – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu fyrir Down the Drain – Mace Matiosian, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, David F. Van Slyke, Todd Niesen, Christine H. Luethje, Joseph T. Sabella og Zane D. Bruce.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir XX – Frank Byers.
  • 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir Assume Nothing & All For Our Country – Nicholas Pagliaro, John Goodwin, Melanie Levitt og Jackie Tichenor.
  • 2004: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir Grissom vs. The Volcano – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2003: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu fyrir Fight Night – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, Sheri Ozeki, Joseph T. Sabella og Zane D. Bruce.
  • 2003: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Marg Helgenberger.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir Lady Heather´s Box – Nicholas Pagliaro, Melanie Levitt, John Goodwin og Jackie Tichenor.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina fyrir Got Murder – John Goodwin og Jacie Tichenor.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir Revenge Is Best Served Cold – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler.
  • 2002: Verðlaun fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir Slaves of Las Vegas – Nicholas Pagliaro, John Goodwin og Melanie Levitt.
  • 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina fyrir Overload – John Goodwin.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir Primum Non Nocere – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir Chasing the Bus – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, Sheri Ozeki, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu liststjórnunina í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir Friends And Lovers.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Marg Helgenberger.
  • 2001: Tilnefnd fyrir bestu kvikmyndaklippingu fyrir Pilot – Alex Mackie og Alec Smight.
  • 2001: Tilnefnd fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir 35K OBO – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Jivan Tahmizian, Ruth Adelman, Stan Jones, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella.

Environmental Media verðlaunin

  • 2011: Verðlaun fyrir besta dramaþáttinn fyrir Fracked.

Genesis verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besta dramaserían fyrir Unbearable.

Golden Globe verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – William Petersen.
  • 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Marg Helgenberger.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Marg Helgenberger.
  • 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2001: Tilnefndur sem besta dramaserían.

Image verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Laurence Fishburne.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Laurence Fishburne.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í dramaseríu fyrir Coup de Grace – Paris Barclay.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Laurence Fishburne.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í dramaseríu fyrir Meet Market.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í aukahluterki í dramaseríu - Gary Dourdan.
  • 2007: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í dramaseríu fyrir Killer – Naren Shankar.
  • 2006: Verðlaun sem besti leikari í aukahluterki í dramaseríu – Gary Dourdan.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Gary Dourdan.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Gary Dourdan.
  • 2003: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Gary Dourdan.

Logie verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem vinsælasta erlenda sjónvarpsserían.
  • 2004: Verðlaun sem vinsælasta erlenda sjónvarpsserían.

Monte-Carlo TV Festival

  • 2012: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2011: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2010: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2008: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2007: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2006: Verðlaun sem besta dramaserían.

Motion Picture Sound Editors

  • 2013: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir It Was A Very Good Year - Troy Hardy.
  • 2011: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir Unshockable - Troy Hardy.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Mascara - Mace Matiosian, Jivan Tahmizian og Ruth Adelman.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir Mascara - Troy Hardy.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir Mascara - Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, James Bailey og Joseph T. Sabella.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Bull – Mace Matiosian, Ruth Adelman og Jivan Tahmizian.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir Bull – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Chad Hughes, David Van, Joseph T. Sabella og James Bailey.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Cockroaches – Mace Matiosian, Jivan Tahmizian og Ruth Adelman.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir Cockroaches – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Chad J. Hughes, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Fanny Smackin – Mace Matiosian, Ruth Adelman og Jivan Tahmizian.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í löngu tónlistarformi fyrir Grave Danger: Part 1 og 2 – Christine H. Luethje.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í löngu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Grave Danger – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, William Smith, Zane D. Bruce, Joseph T. Sabella, Shane Bruce og Jeff Gunn.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir Snakes – Christine H. Luethje.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir A Bullett Runs Through It – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Mark Allen, William Smith, Zane D. Bruce, Joseph T. Sabella, Shane Bruce og Jeff Gunn.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í tónlist fyrir No Humans Involved – Christine H. Luethje.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Down the Drain – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, Todd Niesen og Yuri Reese.
  • 2005: Tilnefndur fyrir besti hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Down the Drain – Mace Matiosian og David F. Van Slyke.
  • 2004: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóðbrellu og Foley fyrir Grissom Vs The Volcano – Mace Matiosian og David F. Van Slyke.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í talformi og ADR fyrir Fight Night – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman og Jivan Tahmizian.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í hljóðbrelluformi og Foley fyrir Fight Night – Mace Matiosian og David F. Van Slyke.
  • 2002: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóðbrellu og Foley fyrir 35k OBO – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelma, Jivan Tahmizian.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóðbrellu og Foley fyrir Pilot – Mace Matiosian, David Rawlinson og David F. Van Slyke.

National Television verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem vinsælasta dramaserían.

PGA verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2003: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.

People´s Choice verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem uppáhalds glæpadramaserían.
  • 2012: Tilnefndur sem uppáhalds glæpadramaserían.
  • 2009: Tilnefndur sem uppáhalds dramaserían.
  • 2008: Tilnefndur sem uppáhalds dramaserían.
  • 2007: Tilnefndur sem uppáhalds dramaserían.
  • 2006: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían.
  • 2005: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían.
  • 2004: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían.
  • 2003: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían.

Satellite verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – William Petersen.
  • 2002: Tilnefndur sem besta leikkona í dramaseríu – Marg Helgenberger.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2005: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.

TP de Oro, Spain

  • 2009: Tilnefndur sem besta erlenda serían.
  • 2007: Tilnefndur sem besta erlenda serían.
  • 2006: Tilnefndur sem besta erlenda serían.
  • 2004: Verðlaun sem besta erlenda serían.
  • 2003: Verðlaun sem besta erlenda serían.

TV Guide verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besta nýja serían.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í nýrri seríu – William Petersen.
  • 2001: Tilnefndur sem besta leikkona í nýrri seríu – Marg Helgenberger.

TV Quick verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besta alþjóðlega sjónvarpsserían.

Teen Choice verðlaunin

Television Critics Association verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2001: Tilnefndur sem besta nýja serían.
  • 2001: Tilnefndur sem besta dramaserían.

Visual Effects Society verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besti þátturinn fyrir opnunar senuna í 10.01 – Steven Meyer, Derek Smith, Christina Spring og Zachariah Zaubi.
  • 2010: Verðlaun fyrir auka sjónbrellu í þætti fyrir opnunar senuna í 10.01 – Sabrina Arnold, Steven Meyer, Rik Shorten og Derek Smith.

Writers Guild of America

  • 2006: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Grave Danger – Anthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn, Naren Shankar og Quentin Tarantino.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Blood Drops – Ann Donahue og Tish McCarthy.

Young Artist verðlaunin

  • 2009: Tilnefnd sem besta unga gestaleikkonan – Joey King.
  • 2003: Verðlaun sem besta unga gestaleikkonan – Sara Paxton.

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Útgáfudagur
Double Dealer Max Allan Collins nóvember 2001
Sin City Max Allan Collins október 2002
Cold Burn Max Allan Collins apríl 2003
Body of Evidence Max Allan Collins nóvember 2003
Grave Matters Max Allan Collins október 2004
Binding Ties Max Allan Collins apríl 2005
Killing Game Max Allan Collins nóvember 2005
Snake Eyes Max Allan Collins september 2006
In Extremis Ken Goddard október 2007
Nevada Rose Jerome Preisler júní 2008
Headhunter Greg Cox október 2008
Brass In Pocket Jeff Mariotte ágúst 2009
The Killing Jar Donn Cortez nóvember 2009
Blood Quantum Jeff Mariotte febrúar 2010
Dark Sundays Donn Cortez maí 2010
Skin Deep Jerome Preisler ágúst 2010
Shock Treatment Greg Cox nóvember 2010
The Burning Season Jeff Mariotte júní 2011

DVD útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Svæði 1[breyta | breyta frumkóða]

DVD Nafn Þæ# Útgáfudagur
Öll fyrsta serían 23 25. mars, 2003
Öll önnur serían 23 2. september, 2003
Öll þriðja serían 23 30. mars, 2004
Öll fjórða serían 23 12. október, 2004
Öll fimmta serían 25 29. nóvember, 2005
Öll sjötta serían 24 14. nóvermber, 2006
Öll sjöunda serían 24 20. nóvember, 2007
Öll áttunda serían 17 14. október, 2008
Öll níunda serían 24 1. september, 2009*
Öll tíunda serían 23 28. september, 2010
Öll ellefta serían 22 27. september, 2011
Öll tólfta serían 22 26. september, 2012
Öll þrettánda serían 22 17. september, 2013

*Serían 9 var gefin út í Bandaríkjunum 1. september. Kanadíska útgáfan er sett 22. september [51]

Svæði 2[breyta | breyta frumkóða]

DVD nafn Útgáfudagur
Sería 1 1 mars, 2010*
Sería 2 1 mars, 2010*
Sería 3 1 mars, 2010*
Sería 1–3 23 ágúst, 2004
Sería 4 1 mars, 2010*
Sería 1–4 12 desember, 2005
Sería 5 1 mars, 2010*
Sería 1–5 2 október, 2006
Grave Danger Taratino þættirnir 10 október, 2005
Sería 6 1 mars, 2010*
Sería 7 1 mars, 2010*
Sería 8 1 mars, 2010*
Sería 1–8 26 október, 2009
Sería 9 1 mars, 2010
Sería 10 27 febrúar, 2011
Sería 11 30 apríl, 2012
Sería 12 1 júlí, 2013
  • *Endurútgáfa sem heil sería. Seríur 1–8 voru gefnar út í tveim hlutum milli 2003 og 2009.

Svæði 4[breyta | breyta frumkóða]

DVD Nafn Útgáfu dagur
Heil sería Hluti 1 Hluti 2
Sería 1 27. nóvember, 2003 21. október, 2002 9. apríl, 2003
Sería 2 28. október, 2004 27. október, 2003 30. mars, 2004
Sería 3 4. október, 2005 18. mars, 2005 13. september, 2005
Sería 4 8. nóvember, 2006 12. maí, 2006 17. ágúst, 2006
Sería 5 24. janúar, 2007 útgefið útgerfið
Grave Danger – Tarantino þættirnir 6. júní, 2007
Sería 6 5. desember, 2007 útgefið útgefið
Sería 7 3. desember, 2008 útgefið útgefið
Sería 8 15. júlí, 2009 útgefið útgefið
Sería 9 2. júní, 2010 útgefið útgefið
Sería 10 3. ágúst, 2011 útgefið útgefið
Sería 11 6. júní, 2012

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 'Sunday Night Football' Beats 'Grey's Anatomy'. Advertising Age. 6. október, 2008. Sótt 4. desember 2008.
  2. „Interview with Anthony Zuiker and cast at the Paley Center“. 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2008. Sótt 15. maí 2008.
  3. Spadoni, Mike (2007-06). „CSI: CRIME SCENE INVESTIGATION“. Television Heaven. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2008. Sótt 15. maí 2008.
  4. „Rye Canyon Office Park“. The Center For Land Use Interpretation. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2009. Sótt 15. maí 2008.
  5. „Filming/Locations“. Elyse's CSI. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júlí 2008. Sótt 15. maí 2008.
  6. "CSI" Moves To Universal“. CSI Files.com/LA Daily News. 21. maí 2005. Sótt 15. maí 2008.
  7. "The Unit" Takes Over CSI's Old Studio“. CSI Files.com/LA Daily News. 12. ágúst 2005. Sótt 15. maí 2008.
  8. „The Rise of CSI“. Slashdot. 3. mars 2002. Sótt 15. maí 2008.
  9. 9,0 9,1 "The CSI Shot: Making It Real", CSI: Crime Scene Investigation Season 3 DVD (bonus feature), Momentum Pictures, 5. apríl, 2004.
  10. „A real reality show“. USA Weekend. Sótt 16. september 2006.[óvirkur tengill]
  11. „CSI: Crime Scene Investigation - trivia“. IMDb. Amazon. Sótt 28. september 2006.
  12. „A CSI Without a Trace Crossover“. CSIfanatic.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. október 2007. Sótt 31. júlí 2007.
  13. „Langston Goes Cross-Country: The Whole 'CSI' Franchise Does A Crossover“. TV Guide Magazine. 7. ágúst 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. október 2012. Sótt 7. ágúst 2009.
  14. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2011. Sótt 14. september 2011.
  15. „Ted Danson Moves to 'CSI'. Variety News. 12. júlí 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. nóvember 2012. Sótt 14. september 2011.
  16. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2012. Sótt 11. febrúar 2012.
  17. [1]
  18. 18,0 18,1 „Interview with Marg Helgenberger“. Sci-Fi Online. 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. ágúst 2009. Sótt 15. maí 2008.
  19. Associated Press (15. júlí 2008). „William Petersen's run on 'CSI' coming to end“. CNN.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2008. Sótt 16. júlí 2008.
  20. Dourdan moves on from ’CSI’. Boston Herald. 15. apríl 2008. Sótt 15. maí 2008.[óvirkur tengill]
  21. „US crime drama tops Friends“. BBC. Sótt 16. september 2006.
  22. 2005-05-21. "CSI: Miami" & Original CSI Break Ratings Records“. CSI Files.com/Variety. Sótt 15. maí 2008.
  23. CBS CSI Gil Grissom’s rare office replica TV prop Geymt 11 október 2007 í Archive.todaySótt 2007-10-22.
  24. "Is CSI On the Hunt for a New Jorja Fox?", TVGuide.com. Sótt 2007-11-06.
  25. Campaign Updates Geymt 20 febrúar 2009 í Wayback Machine Sótt 2007-11-06.
  26. Flyover pictures and videos Sótt 2007-11-06.
  27. "CSI Boss Vows Jorja Fox is 'Coming Back'" Geymt 5 desember 2008 í Wayback Machine, TVguide. Sótt 2007-11-06.
  28. "'CSI' fan says losing Sara would be a crime" Geymt 18 október 2007 í Wayback Machine. Sótt 2007-11-06.
  29. "'CSI' Fans Launch Save Jorja Fox Campaign" Geymt 11 október 2007 í Wayback Machine, EW.com. Sótt 2007-11-06.
  30. "Fans donate to charity", CSI Files. Sótt 15. janúar 2008.
  31. „Pro-Family Group Outraged Over CSI "Toy". Men's News Daily. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. apríl 2021. Sótt 14. október 2006.
  32. „Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2001-2002“. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júní 2007. Sótt 3. júní 2007.
  33. „Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2003-2004“. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2012. Sótt 3. júní 2007.
  34. „Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2004-2005“. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. ágúst 2012. Sótt 3. júní 2007.
  35. „What Are Your Children Watching?“ (PDF). Parents Television Council. 29. október 2007. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. desember 2007. Sótt 3. nóvember 2007.
  36. „Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2002–2003“. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2004. Sótt 3. júní 2007.
  37. „Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2005–2006“. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. ágúst 2012. Sótt 3. júní 2007.
  38. Bowling, Aubree (10. október 2002). „Best and Worst TV Shows of the Week“. ParentsTV.org. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2005. Sótt 28. júní 2007.
  39. Bowling, Aubree (27. apríl 2003). „Worst TV Show of the Week - CSI“. ParentsTV.org. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. apríl 2005. Sótt 28. júní 2007.
  40. Monaco, Carl (30. október 2003). „Worst TV Show of the Week - CSI on CBS“. ParentsTV.org. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. ágúst 2006. Sótt 28. júní 2007.
  41. Bowling, Aubree (1. nóvember 2004). „CSI - Worst Family TV Show of the Week“. ParentsTV.org. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2005. Sótt 28. júní 2007.
  42. Bowling, Aubree (21. nóvember 2004). „CSI - Worst Family TV Show of the Week“. ParentsTV.org. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2007. Sótt 28. júní 2007.
  43. 43,0 43,1 Bowling, Aubree (20. febrúar 2005). „CSI: Crime Scene Investigation - Worst Family TV Shows of the Week“. ParentsTV.org. Parents Television Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2007. Sótt 28. júní 2007.
  44. CSI Content Geymt 18 desember 2008 í Wayback Machine Sótt 28. nóvember 2007.
  45. Broadcast Indecency Campaign Geymt 3 maí 2007 í Wayback Machine Sótt 28. nóvember 2007
  46. „PTC Tells Clorox to Clean Up its Advertising“ (Press release). Parents Television Council. 15. nóvember 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2007. Sótt 27. ágúst 2007.
  47. Ross MacDowell. „The Real CSI“. Australian Sunday Herald. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2006. Sótt 14. október 2006.
  48. 'CSI effect' has juries wanting more evidence“. USA Today. 5. ágúst 2004.
  49. „CSI Sensationalizes Transgender Lives“. GLAAD. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2007. Sótt 16. júlí 2007.
  50. 50,0 50,1 Malinda Lo. „CSI's Mixed Track Record on LGBT Characters“. After Ellen. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2006. Sótt 1. október 2006.
  51. http://www.amazon.ca/CSI-Season-9/dp/B002I9TYSA/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=dvd&qid=1252264596&sr=8-1

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]