Wikipedia:Grein mánaðarins/2018

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Greinar mánaðarins: 20052006200720082009201020112012201320142015201620172018

Í dag er föstudagur, 22. júní 2018; klukkan er 15:23 (GMT)

Hreinsa síðuminni
Janúar
FS Etoile.jpg

Skonnorta (úr ensku: schooner; stundum líka góletta úr frönsku: goélette) er seglskip með tveimur eða fleiri möstrum með gaffalseglum, þar sem fremsta mastrið (framsiglan eða fokkusiglan) er styttra en hin, og stagsegl. Flestar skonnortur eru með bugspjót og þríhyrnda gaffaltoppa. Fullbúin skonnorta er með þrjú til fjögur framsegl (fokku, innri- og ytriklýfi og stundum jagar). Þær voru fyrst notaðar af Hollendingum á 17. öld. Skonnortur geta verið mjög mismunandi að stærð. Stærsta skonnorta sem smíðuð hefur verið var Thomas W. Lawson, smíðuð 1902, sem var 120 metrar að lengd, með sjö möstur og 25 segl.

Afbrigði af skonnortum eru toppseglsskonnorta, sem er með tvö rásegl á fokkumastrinu (yfirtoppsegl og undirtoppsegl) og bramseglsskonnorta sem er með þrjú (bramsegl, yfirtoppsegl og undirtoppsegl).

Fyrri mánuðir: Katrín JakobsdóttirAlbert 1.Desi Bouterse


skoða - spjall - saga


Febrúar
Général Toussaint Louverture.jpg

François-Dominique Toussaint Louverture (20. maí 1743 – 7. apríl 1803), einnig kallaður Toussaint L’Ouverture eða Toussaint Bréda, var þekktasti leiðtogi haítísku byltingarinnar. Hernaðar- og stjórnmálakænska hans tryggði sigur svartra uppreisnarmanna í nóvember árið 1791. Hann barðist með Spánverjum gegn Frökkum; með Frökkum gegn Spánverjum og Bretum og loks fyrir nýlenduna Saint-Domingue gegn franska keisaradæminu. Hann hjálpaði síðan til við að umbreyta uppreisninni í allsherjar byltingu sem hafði árið 1800 breytt Saint-Domingue, arðsælustu þrælanýlendu síns tíma, í fyrsta frjálsa nýlendusamfélagið sem hafnaði stéttskiptingu á grundvelli kynþáttar.

Fyrri mánuðir: SkonnortaKatrín JakobsdóttirAlbert 1.


skoða - spjall - saga


Mars
StandingBuddha.jpg

Búddismi er trúarstefna og heimspekikenning sem er byggð á kenningum Siddhārtha Gátama (sanskrít), sem lifði fyrir 2500 árum síðan. Siddharta Gátama hlaut síðar tignarheitið Búdda, sem þýðir „hinn upplýsti“. Búddisminn náði mikilli útbreiðslu á Indlandi og þaðan til margra landa í Asíu. Á síðari áratugum hefur búddismi fengið talsvert fylgi meðal vesturlandabúa, meðal annars á Íslandi. Óvíst er hversu marga má telja sem búddista í heiminum. Oft er talað um að um 380 milljónir fylgi kenningum Búdda og gerir það búddisma að fjórðu stærstu trúarbrögðum heimsins. Búddistar á austurlöndum hafa ekki notað þetta nafn heldur kallað sig fylgjendur dhamma/dharma. Þeir tala oft um kjarna trúarinnar sem gimsteinana þrjá: Búdda, dhamma/dharma og sangha, það er læriföðurinn, kenningin og söfnuðurinn.

Fyrri mánuðir: Toussaint LouvertureSkonnortaKatrín Jakobsdóttir


skoða - spjall - saga


Apríl
Rökstenen 1.JPG

Rúnir eru fornt stafróf sem notað var í mörgum germönskum málum frá 2. öld þar til þær smám saman viku fyrir latnesku letri. Rúnir voru fyrst og fremst höggnar í stein eða ristar í tré. Elstu rúnir sem fundist hafa eru frá seinni hluta 2. aldar og voru þær algengar næstu þúsund árin um norðanverða Evrópu, einkum á Norðurlöndum. Með útbreiðslu kristni fylgdi latneska stafrófið inn í þjóðfélög germana og notkun rúnaletursins stórminnkaði allt frá 12. öld. Þó var það talsvert notað á Norðurlöndum allt fram á 14. öld og voru rúnir í notkun (einkum til skrauts) á einstaka stað allt fram um lok 19. aldar. Allra elsta rúnaristan, sem þekkt er, er frá því um 150 e.Kr. á greiðu úr horni sem fannst í Vimose á Fjóni. Næst elstu rúnaristurnar eru frá seinni hluta 2. aldar og virðist rúnastafrófið hafa þá þegar verið komið í fastar skorður. Allar ristur frá 2. og 3. öld eru mjög stuttar, eitt eða tvö orð. Flestar þeirra hafa fundist í Suður-Skandinavíu, á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni og á Skáni og bendir það til þess að rúnir séu upprunnar þaðan. Fræðimönnum ber ekki saman um hver fyrirmynd rúnanna sé. Þó er talið að fyrirmyndina gæti verið að finna annaðhvort í latneska eða gríska stafrófinu eða í fornum norðurítölskum starfrófum. Hins vegar er ljóst að rúnirnar eru mótaðar af einhverjum sem var kunnugur stafrófum menningarheims Miðjarðarhafsins.

Fyrri mánuðir: BúddismiToussaint LouvertureSkonnorta


skoða - spjall - saga


Maí
Ann Zingha, queen of Matamba.jpg

Anna Nzinga (f. í kring um 158317. desember 1663), einnig þekkt sem Nzinga Mbandi eða Ana de Sousa Nzinga Mbande var drottning („muchino a muhatu“) Ndongo- og Matamba-konungsríkjanna sem Mbundu-þjóðirnar byggðu í Angóla á 17. öld. Hún komst til valda sem erindreki eftir að henni tókst með háttvísi sinni að kveða niður milliríkjadeilur og endurheimta frá Portúgölum yfirráð yfir virkinu Ambaca. Sem systir konungsins Ngola Mbande var Nzinga þá þegar í kjörstöðu til að hafa áhrif á stjórnmálaákvarðanir, sérstaklega þegar konungurinn fól henni að birtast í sínu umboði við friðarumræður við nágrannaríkin. Eftir dauða bróður síns gerðist Nzinga ríkisstjóri fyrir son hans og erfingja, Kaza, og síðan drottning.

Fyrri mánuðir: RúnirBúddismiToussaint Louverture


skoða - spjall - saga


Júní
DengXiaoping.jpg

Deng Xiaoping hlusta  (22. ágúst 190419. febrúar 1997) (eða Teng Hsiao-p'ing) var kínverskur leiðtogi og stjórnmálamaður, kenningasmiður og stjórnarerindreki. Sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Alþýðulýðveldinu Kína var Deng siðbótarmaður sem leiddi Kína í átt að markaðshagkerfi. Þrátt fyrir að hafa aldrei gegnt formlegu embætti sem þjóðhöfðingi eða leiðtogi ríkisstjórnar Kína þá var hann engu að síður talinn meginleiðtogi „annarrar valdakynslóðar“ Alþýðulýðveldisins Kína frá 1978 til 1990.

Fyrri mánuðir: Nzinga MbandiRúnirBúddismi


skoða - spjall - saga


Júlí

Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2018
skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2018
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2018
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2018
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2018
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2018
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins: 20052006200720082009201020112012201320142015201620172018

Í dag er föstudagur, 22. júní 2018; klukkan er 15:23 (GMT)

Hreinsa síðuminni