Fara í innihald

W. M. Keck-stjörnuathugunarstöðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Keck I og II.

W. M. Keck-stjörnuathugunarstöðin er stjörnuathugunarstöð með tvo stjörnukíkja í 4.145 metra hæð við fjallstind Mauna Kea á Hawaii. Báðir kíkjarnir eru með spegla sem eru yfir 10 metrar í þvermál og eru með stærstu stjörnukíkjum heims. Það, ásamt hentugri staðsetningu og nýstárlegum tækjabúnaði, hefur gert stöðina að einni afkastamestu stjörnuathugunarstöð á jörðinni. Stöðin er nefnd eftir sjóðnum W. M. Keck Foundation sem gaf 70 milljónir dala til gerðar kíkisins Keck I. Smíði hans hófst árið 1985 og notkun hans hófst 1990. Notkun Keck II hófst árið 1996.

Sjálfseignarstofnunin California Association for Research in Astronomy rekur stöðina, en stjórnarmenn koma frá bæði Kaliforníuháskóla og Caltech.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.