Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins/2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

Janúar
Maður spilar á tréspil í Malaví.

Malaví er landlukt land í suð-austurhluta Afríku sem liggur á milli Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Helsta einkenni Malaví er Malaví-vatn sem þekur tæplega 1/5 hluta landsins, en samtals er flatarmál Malaví 120 þús. ferkílómetrar.

Malaví er eitt af þéttbýlustu löndum í Afríku og búa þar alls 11 milljónir manna. Fólkið lifir helst á landbúnaði og fiskveiðum í Malaví-vatni. Mikil fátækt ríkir í landinu en ríkari lönd keppast við að hjálpa Malavíbúum með því að kenna þeim arðbærari vinnubrögð í landbúnaði og fiskveiðum, ásamt fullorðinsfræðslu.

Þjóðhátíðardagur lýðveldisins er 6. júlí.


skoða - spjall - saga


Febrúar
Ódýrir fjölskyldubílar á borð við Fiat 600 og Fiat 500 urðu gríðarvinsælir um allan heim í efnahagsuppgangnum á 6. áratugnum.

Fiat S.p.A. (upphaflega skammstöfun: Fabbrica Italiana Automobili Torino) er ítalskur bílaframleiðandi með höfuðstöðvar í Tórínó. Fyrirtækið var stofnað árið 1899 af Giovanni Agnelli og hópi fjárfesta. Fyrsti bíllinn sem fyrirtækið framleiddi var Fiat 4 HP. Í upphafi 20. aldar óx fyrirtækið hratt, það hóf framleiðslu flugvélahreyfla og Fiat 1 sem náði vinsældum sem leigubíll í Evrópu og Bandaríkjunum eftir 1908. Árið 1910 var Fiat orðinn stærsti bifreiðaframleiðandi Evrópu.

Árið 1921 tóku verkamenn sem aðhylltust hinn nýja kommúnistaflokk, sem Antonio Gramsci og fleiri sósíalistar frá Tórínó höfðu stofnað sama ár, verksmiðjuna yfir sem leiddi til afsagnar Agnellis. Ítalski sósíalistaflokkurinn og Almenna verkalýðssambandið (CGIL) skipuðu verkamönnunum að hætta yfirtökunni. Árið eftir var Lingotto-bílaverksmiðjan í Tórínó byggð. Það var fyrsta verksmiðjan á Ítalíu sem var hönnuð fyrir fjöldaframleiðslu með samsetningarlínu. Fiat framleiddi hergögn í síðari heimsstyrjöld, einkum orrustuflugvélar á borð við Fiat CR.42 og létta skriðdreka. …lesa meira


skoða - spjall - saga


Mars
Aðildarríki ESO.

Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (enska: European Southern Observatory, skammstafað ESO) , er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. ESO var stofnað árið 1962 og eru aðildarríkin orðin 15. ESO tryggir stjarnvísindamönnum rannsóknaaðstöðu á heimsmælikvarða á suðurhveli jarðar. Árlega leggja aðildarríki ESO um 163 milljónir evra til starfseminnar. Þar starfa um 700 manns.

ESO er þekkt fyrir að smíða og reka nokkra stærstu og þróuðustu stjörnusjónauka heims. Má þar nefna New Technology Telescope (NTT), þar sem virk sjóntæki voru prófuð í fyrsta sinn, og Very Large Telescope (VLT) sem samanstendur af fjórum 8,2 metra breiðum sjónaukum og fjórum 1,8 metra aukasjónaukum. ESO er þátttakandi í þróun og smíði Atacama Large Millimeter Array (ALMA) og European Extremely Large Telescope (E-ELT). ALMA er ein stærsta og hæsta stjörnustöð heims og gerir mælingar á millímetra og hálfsmillímetra sviðinu. Smíði hans er langt komin og gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun árið 2012. ALMA er samstarfsverkefni Evrópu, Japans, Norður-Ameríku og Chile. ESO hefur umsjón með evrópska hluta verkefnisins og hýsir jafnframt evrópsku svæðisskrifstofuna. lesa meira


skoða - spjall - saga


Apríl
Merki Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð Íslands (áður Verslunarráð Íslands eða Verzlunarráð Íslands) eru samtök hagsmunaaðila í verslun og viðskiptum á Íslandi. Allir sem stunda einhvers konar rekstur geta gerst aðilar að ráðinu. Viðskiptaráð Íslands var stofnað 17. september 1917. Fjöldi íslenskra fyrirtækja eru aðilar að Viðskiptaráðinu og þar með talin mörg stærstu fyrirtæki landsins.

Árið 1917 komu 156 aðilar úr íslensku viðskiptalífi, kaupmenn o. fl. að stofnun Verslunarráðs Íslands. Fyrstu kosnu fulltrúarnir voru Jes Zimsen, Jón Brynjólfsson, Ólafur Jónsson, Carl Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir Friðgeirsson. Í lögum ráðsins stóð að hlutverk þess væri að „vernda og efla verslun iðnað og siglingar”. Fyrsti formaður var Garðar Gíslason og gegndi hann því starfi til 1933 er hann baðst undan endurkjöri. Árið 1922 tók Viðskiptaráðið við rekstri Verslunarskóla Íslands. Í dag rekur Viðskiptaráðið einnig Háskólann í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðsins er Finnur Oddsson. Þann 5. október 2009 sagði Erlendur Hjaltason sig frá formennsku stjórnar Viðskiptaráðs vegna þess að hann hafði verið starfandi forstjóri Exista, fyrirferðamikils fjárfestingafélags, fyrir bankahrunið og vildi hann að „tortryggni á endurskipulagningarferli Exista” yrði ekki til þess að „formennska [hans] í Viðskiptaráði gæti rýrt traust ráðsins.”. lesa meira


skoða - spjall - saga


Maí
Voynich-handritið

Voynich-handritið er dularfull myndskreytt bók af óþekktum uppruna, skrifuð, að talið er, einhvern tímann á milli 14. og 17. aldar af óþekktum höfundi, með óþekktu ritkerfi og á óþekktu tungumáli.

Á þeim tíma sem vitað hefur verið um handritið hefur það orðið viðfangsefni áhugamanna sem og fagmanna á sviði dulmálsfræði, bókmenntafræði, sagnfræði og annarra vísindagreina. Meðal annarra hafa frægir dulmálsfræðingar seinni heimstyrjaldarinnar reynt að ráða í það, en engum hefur tekist að finna merkingu nokkurs einasta orðs. Þessi langa hefð fyrir árangursleysi hefur rennt stoðum undir þá skoðun að handritið sé einfaldlega mjög stórt gabb; merkingarlaus runa af handahófsvöldum táknum. Þeir sem eru mótfallnir þeirri kenningu bera á móti að bókin sé rituð á efnivið sem væri bæði dýr og ekki auðfengin á þeim tíma sem hún er rituð, því hefði slíkt "gabb" verið mjög kostnaðarsamt. lesa meira


skoða - spjall - saga


Júní
Þorgeir í Litla-Bíói.

Þorgeir Þorgeirson (30. apríl 1933 – 30. október 2003) var íslenskur rithöfundur, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa þýtt Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis og margar bóka William Heinesen á íslensku. Hann er einnig þekktur fyrir greinaskrif sín og baráttu sína við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem knúðu fram breytingar á meiðyrðalöggjöfinni. Frægar urðu einnig síðari deilur hans við íslenska ríkið, um réttinn á að skrifa eftirnafn sitt, Þorgeirson, með einu s-i, og fá það þannig skráð í Þjóðskrá.

Þorgeiri hefur verið lýst sem brautryðjanda í kvikmyndagerð, brautryðjanda í gagnrýnni hugsun og vandræðaskáldi. Sjálfur sagðist hann vera „próflausasti bóhem þessa lands“ og „alþýðuhöfundur að því leytinu til“. Þorgeir hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2000 fyrir „framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar.“ Eiginkona Þorgeirs var Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur.


skoða - spjall - saga


Júlí
Nero.

Nero Claudius Caesar Augustus Germanicus (15. desember 379. júní 68) var fimmti og síðasti rómverski keisarinn úr ætt Júlíusar Caesars. Hann tók við krúnunni af Claudíusi frænda sínum, sem hafði ættleitt hann.

Neró var fæddur Lucius Domitius Ahenobarbus og var eini sonur Gnaeusar Domitiusar Ahenobarbusar og Agrippinu yngri, systur Calígúla. Faðir hans var fjarskyldur ættingi Ágústusar, en Ágústus var einnig langafi móður hans. Við fæðingu hans var ekki útlit fyrir að Neró yrði nokkurntíma keisari þar sem Calígúla hafði verið krýndur 15. mars sama ár og var þá 24 ára. Keisararnir tveir sem ríktu þar áður, Ágústus og Tíberíus, urðu að endingu 76 og 79 ára.

Útbreidd ímynd Nerós, byggð á skrifum andstæðinga hans, er á þá leið að hann hafi verið glaumgosi sem lét sig litlu skipta afdrif ríkisins og almennings. Á þeirri ímynd byggir sú staðhæfing að hann hafi leikið á hörpu meðan Rómaborg brann.


skoða - spjall - saga


Ágúst
Guðni Th. Jóhannesarson.

Guðni Thorlacius Jóhannesson (fædd­ur í Reykjavík 26. júní árið 1968) er íslenskur sagnfræðingur. Hann var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 25. júní 2016 með 39,08% atkvæða og tók við embættinu 1. ágúst 2016.

Guðni hef­ur meðal ann­ars starfað sem kenn­ari við Há­skóla Íslands, Há­skól­ann í Reykja­vík, Há­skól­ann á Bif­röst og Uni­versity of London. Í dag starfar hann sem dós­ent í sagn­fræði við Há­skóla Íslands. Eft­ir hann liggja rit­ á sviði sagn­fræði, meðal ann­ars um þorskastríðin, efnahagshrunið 2008 og for­seta­embættið. Hann hefur ritað ævi­sögu Gunn­ars Thorodd­sens og um embætt­istíð Kristjáns Eld­járns. Hann hefur þýtt nokkrar bækur eftir Stephen King. Lesa meira...

Fyrri mánuðir: NeroÞorgeir ÞorgeirssonFiat S.p.A.


skoða - spjall - saga


September
Deng Xiaoping.

Deng Xiaoping (eða Teng Hsiao-p'ing) var kínverskur leiðtogi og stjórnmálamaður, kenningasmiður og stjórnarerindreki. Sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Alþýðulýðveldinu Kína var Deng siðbótarmaður sem leiddi Kína í átt að markaðshagkerfi. Þrátt fyrir að hafa aldrei gegnt formlegu embætti sem þjóðhöfðingi eða leiðtogi ríkisstjórnar Kína þá var hann engu að síður talinn meginleiðtogi „annarrar valdakynslóðar“ Alþýðulýðveldisins Kína frá 1978 til 1990.

Deng var höfundur nýrra áherslna í kínverskum sósíalisma, þar sem efnahagslegar umbætur byggðu á kennismíð um „sósíalískan markaðsbúskap“. Hann opnaði Kína fyrir erlendum fjárfestingum, ruddi braut landsins fyrir þátttöku á heimsmarkaði og heimilaði starfsemi einkafyrirtækja á samkeppnismarkaði. Hann er yfirleitt talinn hafa lagt grunn að gríðarlegri efnahagsframþróun Kína síðast liðin þrjátíu ár. Þessi mikli hagvöxtur hefur breytt lífskjörum hundraða milljóna Kínverja til betri vegar. En þrátt fyrir að hafa losað um ríkishöft og eftirlit krafðist hann þess að flokkurinn hefði tögl og haldir í stjórnsýslu og stjórnmálum landsins. Hann studdi til að mynda notkun hervalds til að stöðva mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
skoða - spjall - saga


Október
Voynich-handritið er ritað með óþekktu letri

Voynich-handritið er dularfull myndskreytt bók af óþekktum uppruna, skrifuð, að talið er, einhvern tímann á milli 14. og 17. aldar af óþekktum höfundi, með óþekktu ritkerfi og á óþekktu tungumáli.

Á þeim tíma sem vitað hefur verið um handritið hefur það orðið viðfangsefni áhugamanna sem og fagmanna á sviði dulmálsfræði, bókmenntafræði, sagnfræði og annarra vísindagreina. Meðal annarra hafa frægir dulmálsfræðingar seinni heimstyrjaldarinnar reynt að ráða í það, en engum hefur tekist að finna merkingu nokkurs einasta orðs. Þessi langa hefð fyrir árangursleysi hefur rennt stoðum undir þá skoðun að handritið sé einfaldlega mjög stórt gabb; merkingarlaus runa af handahófsvöldum táknum.
skoða - spjall - saga


Nóvember
Bertrand Russell

Bertrand Russell var breskur heimspekingur, rökfræðingur, stærðfræðingur og rithöfundur, sem skrifaði um mjög fjölbreytileg efni. Í heimspeki og stærðfræði er hann þekktastur fyrir að skrifa ásamt A.N. Whitehead bókina Principia Mathematica, sem kom út í þremur bindum á árunum 1910 til 1913. Með verkinu hugðust þeir sýna fram á að hægt væri að leiða alla hreina stærðfræði út frá vissum rökfræðilegum frumsendum. Þeim tókst ekki ætlunarverkið en samt hefur verk þeirra reynst ákaflega áhrifaríkt. Russell er einnig mjög þekktur fyrir að uppgötva þversögnina, sem við hann er kennd: Russell-þversögnin (the Russell paradox).

Russell var einnig mikilvirkur höfundur bóka um samfélagsleg málefni, svo sem kvenréttindi og hjónaband, stjórnmál, stríð og stríðsvæðingu. Hann var friðarsinni og einarður andstæðingur kjarnorkuvopna. Honum voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1950.
skoða - spjall - saga


Desember
Beyoncé

Beyoncé Giselle Knowles-Carter, betur þekkt sem Beyoncé (borið fram: Bíjonsei) (f. 4. september 1981) er bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún er fædd og uppalin í Houston, Texas og gekk í marga listaskóla og keppti í mörgum söng- og danskeppnum sem barn, en varð fræg á seinni hluta 10. áratugarins sem forsprakki hljómsveitarinnar Destiny's Child. Faðir hennar, Mathew Knowles, var umboðsmaður hljómsveitarinnar sem varð ein vinsælasta stúlknasveit allra tíma. Hlé á störfum sveitarinnar gaf af sér fyrstu plötu Knowles, Dangerously in Love (2003) sem færði henni miklar vinsældir; seldist í 11 milljónum eintaka, hlaut fimm Grammyverðlaun og gaf af sér smellina „Crazy in Love“ og „Baby Boy“.


skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024