Wikipedia:Grein mánaðarins/2017

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Greinar mánaðarins: 2005200620072008200920102011201220132014201520162017

Í dag er þriðjudagur, 27. júní 2017; klukkan er 08:26 (GMT)

Hreinsa síðuminni
Janúar
Titanic

Titanic er bandarísk kvikmynd frá árinu 1997 sem James Cameron leikstýrði, framleiddi og skrifaði. Myndin gerist um borð í hinu fræga skipi RMS Titanic sem sökk í jómfrúarsiglingu sinni. Myndin fjallar um unga stúlku og ungan pilt sem hittast um borð og verða ástfangin. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu sem aftur er byggð á raunverulegum atburðum. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fara með aðalhlutverkin sem Jack Dawson og Rose DeWitt Bukater, ástfangið par hvort úr sinni stéttinni. Gloria Stuart fer með hlutverk Rose aldraðrar og er sögumaður kvikmyndarinnar.

Framleiðsla myndarinnar hófst árið 1995 þegar Cameron fór að flaki skipsins og tók upp atriði á sjávarbotninum. Atriðin sem að gerast í nútímanum voru tekin upp um borð í rússneska rannsóknarskipinu Akademik Mstislav Keldysh sem var einnig bækistöð Camerons þegar hann tók upp atriðin við Titanic. Skipið var seinna endursmíðað í Mexíkó og mörg líkön voru smíðuð til þess að endurskapa síðustu stundir skipsins. Í myndinni voru notaðar mjög háþróaðar tæknibrellur til þess að bæta við stafrænu fólki, vatni og reyk sem að var allt mjög ný tækni á þeim tíma. Myndin var dýrasta mynd allra tíma þegar hún var framleidd og kostaði rúmar 200 milljónir Bandaríkjadala en myndverin 20th Century Fox og Paramount Pictures reiddu fram fjármagnið.

Fyrri mánuðir: BeyoncéBertrand RussellVoynich-handritið


skoða - spjall - saga


Febrúar
Réttindabyltingin

Réttindabyltingin er markvert tímabil í sögu Bandaríkjanna og bandarískri stjórnmálasögu sem hófst á sjötta áratug 20. aldar. Upphaf tímabilsins má rekja til ársins 1954, þegar dómur Hæstaréttar féll í máli Brown v. Board of Education. Með dómnum var staðfest að aðskilnaðarstefnan sem hafði viðgengist innan skóla og opinberra stofnana, sérstaklega í Suðurríkjunum, væri brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómurinn markaði afgerandi stefnubreytingu Hæstaréttar, setti kynþáttamisrétti undir smásjána, mannréttindi í forgrunn umræðunnar og leiddi til þess að lögbundin aðskilnaðarstefna var endanlega afnumin.

Hæstiréttur staðfesti stefnubreytinguna með því að taka fyrir fjölmörg sambærileg mál, meðal annarra mál Monroe v. Pape árið 1961, sem undirdómstig höfðu hafnað. Málið snerist um ofbeldi lögregluþjóna gegn fjölskyldu blökkumanna, en afar sjaldgæft var á þessum árum að slík mál kæmu fyrir æðstu dómstig. Fordæmið tryggði framgang sambærilegra mála sem einkenndust af því að opinberir aðilar virtu ekki stjórnarskrárvarin réttindi einstaklingsins. Með þessum breyttu áherslum Hæstaréttar var vernd stjórnarskrárinnar útvíkkuð og minnihlutahópum veitt réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa.

Fyrri mánuðir: TitanicBeyoncéBertrand Russell


skoða - spjall - saga


Mars
Dósakirkjan

Dósakirkjan (úkraínska: Бляшана Катедра, enska: Tin Can Cathedral) var fyrsta sjálfstæða úkraínska kirkjan í Norður-Ameríku. Söfnuðurinn var kjarni serafímítakirkjunnar sem varð til í Winnipeg og hafði engin tengsl við nokkra kirkju í Evrópu.

Fyrstu innflytjendurnir frá Úkraínu komu til Kanada 1891, flestir frá héruðum í Austurrísk-ungverska keisaradæminu, Búkóvínu og Galisíu. Þeir sem komu frá Búkóvínu voru í rétttrúnaðarkirkjunni en þeir sem komu frá Galisíu voru í kaþólsku austurkirkjunni. Í hvorugum hópnum var fólk vant býsönskum sið. Um 1903 voru komnir það margir innflytjendur frá Úkraínu til vesturhluta Kanada að farið var að huga að trúarleiðtoga, stjórnmálamönnum og skólamönnum til að sjá um menntun fólksins.

Fyrri mánuðir: RéttindabyltinginTitanicBeyoncé


skoða - spjall - saga


Apríl
Hvalfjarðargöng

Hvalfjarðargöngin eru jarðgöng á milli Suðvesturlands og Vesturlands. Í þeim liggur Vesturlandsvegur undir utanverðan Hvalfjörð. Göngin eru samtals 5770 metrar að lengd og þar af liggja 3750 metrar undir sjó. Göngin eru að mestu tvíbreið en þrjár akreinar í hallanum norðan megin. Dýpst fara göngin 165 metra undir yfirborð sjávar og eru grafin djúpt í berggrunninn undir sjávarbotninum. Um 5.500 bílar ferðast um göngin á sólarhring en göngin voru upprunalega hönnuð fyrir aðeins fimm þúsund bíla á sólarhring.

Göngin voru grafin á árunum 1996-1998 og voru opnuð fyrir bílaumferð þann 11. júlí 1998 af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsyni. Frá opnun ganganna hafa um 14 milljónir ökutækja farið um göngin eða um 5.500 bílar á sólarhring að meðaltali. Við byggingu ganganna var farin ný leið í slíkum stórframkvæmdum á Íslandi þar sem einkafyrirtæki stóð fyrir framkvæmdunum og fjármagnaði án aðkomu ríkissjóðs.

Fyrri mánuðir: DósakirkjanRéttindabyltinginTitanic


skoða - spjall - saga


Maí
Argentínskir stríðsfangar í Stanley.

Falklandseyjastríðið var tíu vikna stríð milli Breta og Argentínumanna um yfirráð yfir Falklandseyjum og Suður-Georgíu og Suður-Sandvíkureyjum í Suður-Atlantshafinu á vormánuðum 1982. Deilur um yfirráð yfir eyjunum höfðu staðið lengi og herforingjastjórnin í Argentínu hugsaði sér að draga athygli almennings frá bágu efnahagsástandi og mannréttindabrotum með því að leggja eyjarnar undir sig með skjótum hætti og nýta sér þannig þjóðernishyggju til að þjappa þjóðinni saman við bakið á stjórninni. Argentínumenn töldu sig eiga stuðning annarra ríkja vísan, einkum Bandaríkjamanna.

Stríðið hófst með innrás hers Argentínumanna á eyjunni Suður-Georgíu 19. mars 1982 og hernámi Falklandseyja og lauk með uppgjöf Argentínu 14. júní 1982. Hvorugur aðili gaf út formlega stríðsyfirlýsingu. Argentínumenn litu á aðgerðir sínar sem endurtöku eigin lands og Bretar litu á þetta sem innrás á breskt yfirráðasvæði.

Fyrri mánuðir: HvalfjarðargönginDósakirkjanRéttindabyltingin


skoða - spjall - saga


Júní
Merking fornafna á maórísku.

Maóríska (Māori, borið fram [ˈmaːɔɾi], kallast einnig Te Reo „tungumálið“) er pólýnesískt mál og mál Maóra, frumbyggja Nýja-Sjálands. Maóríska hefur verið opinbert tungumál á Nýja-Sjálandi frá árinu 1987. Maóríska er náskyld frumbyggjamálum Cook-eyja og Túamótúeyja sem og tahítísku.

Samkvæmt könnun sem framkvæmd var árið 2001 á stöðu maórísku tala um það bil 9% Maóra hana reiprennandi, eða 30.000 manns. Samkvæmt manntalinu 2006 búa um það bil 4% Nýja-Sjálendinga, eða 23,7% Maóra, yfir nógu góðri færni í maórísku til þess þeir geti átt stutt samtal á því máli.

Í upphafi var maóríska ekki rituð. Árið 1814 komu trúboðar til Nýja-Sjálands með latneskt letur. Seinna meir vann Samuel Lee málfræðingur saman með ættflokkshöfðingjanum Hongi Hika að stöðluðu ritmáli fyrir maórísku sem var tekið upp árið 1820. Rithátturinn var mjög hljóðréttur og hann hefur ekki breyst mikið síðan þá.

Fyrri mánuðir: FalklandseyjastríðiðHvalfjarðargönginDósakirkjan


skoða - spjall - saga


Júlí

Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2017
skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2017
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2017
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2017
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2017
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2017
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins: 2005200620072008200920102011201220132014201520162017

Í dag er þriðjudagur, 27. júní 2017; klukkan er 08:26 (GMT)

Hreinsa síðuminni