Wikipedia:Grein mánaðarins/2017

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Greinar mánaðarins: 2005200620072008200920102011201220132014201520162017

Í dag er laugardagur, 25. mars 2017; klukkan er 04:01 (GMT)

Hreinsa síðuminni
Janúar
Titanic

Titanic er bandarísk kvikmynd frá árinu 1997 sem James Cameron leikstýrði, framleiddi og skrifaði. Myndin gerist um borð í hinu fræga skipi RMS Titanic sem sökk í jómfrúarsiglingu sinni. Myndin fjallar um unga stúlku og ungan pilt sem hittast um borð og verða ástfangin. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu sem aftur er byggð á raunverulegum atburðum. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fara með aðalhlutverkin sem Jack Dawson og Rose DeWitt Bukater, ástfangið par hvort úr sinni stéttinni. Gloria Stuart fer með hlutverk Rose aldraðrar og er sögumaður kvikmyndarinnar.

Framleiðsla myndarinnar hófst árið 1995 þegar Cameron fór að flaki skipsins og tók upp atriði á sjávarbotninum. Atriðin sem að gerast í nútímanum voru tekin upp um borð í rússneska rannsóknarskipinu Akademik Mstislav Keldysh sem var einnig bækistöð Camerons þegar hann tók upp atriðin við Titanic. Skipið var seinna endursmíðað í Mexíkó og mörg líkön voru smíðuð til þess að endurskapa síðustu stundir skipsins. Í myndinni voru notaðar mjög háþróaðar tæknibrellur til þess að bæta við stafrænu fólki, vatni og reyk sem að var allt mjög ný tækni á þeim tíma. Myndin var dýrasta mynd allra tíma þegar hún var framleidd og kostaði rúmar 200 milljónir Bandaríkjadala en myndverin 20th Century Fox og Paramount Pictures reiddu fram fjármagnið.

Fyrri mánuðir: BeyoncéBertrand RussellVoynich-handritið


skoða - spjall - saga


Febrúar
Réttindabyltingin

Réttindabyltingin er markvert tímabil í sögu Bandaríkjanna og bandarískri stjórnmálasögu sem hófst á sjötta áratug 20. aldar. Upphaf tímabilsins má rekja til ársins 1954, þegar dómur Hæstaréttar féll í máli Brown v. Board of Education. Með dómnum var staðfest að aðskilnaðarstefnan sem hafði viðgengist innan skóla og opinberra stofnana, sérstaklega í Suðurríkjunum, væri brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómurinn markaði afgerandi stefnubreytingu Hæstaréttar, setti kynþáttamisrétti undir smásjána, mannréttindi í forgrunn umræðunnar og leiddi til þess að lögbundin aðskilnaðarstefna var endanlega afnumin.

Hæstiréttur staðfesti stefnubreytinguna með því að taka fyrir fjölmörg sambærileg mál, meðal annarra mál Monroe v. Pape árið 1961, sem undirdómstig höfðu hafnað. Málið snerist um ofbeldi lögregluþjóna gegn fjölskyldu blökkumanna, en afar sjaldgæft var á þessum árum að slík mál kæmu fyrir æðstu dómstig. Fordæmið tryggði framgang sambærilegra mála sem einkenndust af því að opinberir aðilar virtu ekki stjórnarskrárvarin réttindi einstaklingsins. Með þessum breyttu áherslum Hæstaréttar var vernd stjórnarskrárinnar útvíkkuð og minnihlutahópum veitt réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa.

Fyrri mánuðir: TitanicBeyoncéBertrand Russell


skoða - spjall - saga


Mars
Dósakirkjan

Dósakirkjan (úkraínska: Бляшана Катедра, enska: Tin Can Cathedral) var fyrsta sjálfstæða úkraínska kirkjan í Norður-Ameríku. Söfnuðurinn var kjarni serafímítakirkjunnar sem varð til í Winnipeg og hafði engin tengsl við nokkra kirkju í Evrópu.

Fyrstu innflytjendurnir frá Úkraínu komu til Kanada 1891, flestir frá héruðum í Austurrísk-ungverska keisaradæminu, Búkóvínu og Galisíu. Þeir sem komu frá Búkóvínu voru í rétttrúnaðarkirkjunni en þeir sem komu frá Galisíu voru í kaþólsku austurkirkjunni. Í hvorugum hópnum var fólk vant býsönskum sið. Um 1903 voru komnir það margir innflytjendur frá Úkraínu til vesturhluta Kanada að farið var að huga að trúarleiðtoga, stjórnmálamönnum og skólamönnum til að sjá um menntun fólksins.

Fyrri mánuðir: RéttindabyltinginTitanicBeyoncé


skoða - spjall - saga


Apríl

Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2017
skoða - spjall - saga


Maí

Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2017
skoða - spjall - saga


Júní

Wikipedia:Grein mánaðarins/06, 2017
skoða - spjall - saga


Júlí

Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2017
skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2017
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2017
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2017
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2017
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2017
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins: 2005200620072008200920102011201220132014201520162017

Í dag er laugardagur, 25. mars 2017; klukkan er 04:01 (GMT)

Hreinsa síðuminni