Wikipedia:Grein mánaðarins/2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Greinar mánaðarins:

200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202020212022

Janúar
Haile Selassie in full dress.jpg

Haile Selassie var ríkisstjóri Eþíópíu frá 1916 til 1930 og Eþíópíukeisari frá 1930 til 1974. Hann átti þátt í að nútímavæða landið og var gríðarlega vinsæll leiðtogi, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.

Selassie var meðlimur eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Innan rastafarahreyfingarinnar, sem var stofnuð á Jamaíku snemma á 4. áratugnum er hann talinn vera Kristur endurborinn. Rastafarahreyfingin er kennd við nafn Haile Selassie fyrir keisaratíð hans, Ras Tafari. Fylgjendur trúarinnar telja að titill Haile Selassie og ætterni hans sem meints afkomanda Salómons konungs og drottningarinnar af Saba sýni fram á að krýning hans hafi verið uppfylling á spádómi úr Opinberunarbók Jóhannesar um endurkomu Messíasar. Rastar líta sem svo á að Haile Selassie sé sá Messías sem eigi að frelsa Afríkubúa og fólk af afrískum uppruna um allan heim.

Fyrri mánuðir: GilgamesarkviðaJames BondGuðrún Á. SímonarAmhararFianna Fáil


skoða - spjall - saga


Febrúar
Saint John's wort flowers.jpg

Jóhannesarjurt er fjölær jurt af ættkvíslinni Hypericum. Jurtin blómstrar í kringum hátíð Jóhannesar skírara og er nafn plöntunnar dregið af því. Latneska heiti jurtarinnar er Hypericum perforatum, en Hypericum er komið frá grísku orðunum hyper, sem þýðir „fyrir ofan“, og eikon, sem þýðir „mynd“. Perforatum vísar til smárra olíukirtla á laufum plöntunnar, ef krómblaðið er kramið kemur dökkrauð olía úr þessum kirtlum.

Jóhannesarjurt vex villt víða um heim, þar með talið í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hún vex best í ljósum, heitum og sönduðum jarðvegi. Jurtin hefur verið notuð í læknisfræðilegum tilgangi allt frá miðöldum við ýmsum kvillum en í dag er hún helst notuð við vægu þunglyndi.

Mikilvægt er að hafa í huga að þó að jóhannesarjurt sé náttúrulyf getur það milliverkað við önnur lyf og náttúruvörur. Ávallt skal ráðfæra sig við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann áður en byrjað er að nota jóhannesarjurt.

Fyrri mánuðir: Haile SelassieGilgamesarkviðaJames BondGuðrún Á. SímonarAmharar


skoða - spjall - saga


Mars
BChmielnicki.jpg

Bogdan Kmelnitskíj var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi úkraínskra kósakka í þáverandi pólsk-litháíska samveldinu. Kmelnitskíj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði sjálfstætt höfuðsmannsdæmi á landsvæði sem nú er í Úkraínu. Síðar hallaði hann sér að rússneska keisaradæminu og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með Perejaslav-sáttmálanum.

Eftir dauða Kmelnitskíj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn Pólverjum, kaþólikkum og sérstaklega Gyðingum. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Kmelnitskíj.

Fyrri mánuðir: JóhannesarjurtHaile SelassieGilgamesarkviðaJames BondGuðrún Á. Símonar


skoða - spjall - saga


Apríl
Hildur Guðnadóttir (cropped).jpg

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður. Hildur ólst upp í Hafnarfirði og er menntaður sellóleikari. Hún hefur spilað með hljómsveitunum Pan Sonic, Throbbing Gristle, Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún hefur jafnframt leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))).

Auk þess að spila á selló er Hildur einnig söngvari og kórstjóri. Hún hefur meðal annars stýrt kór á tónleikum Throbbing Gristle í Austurríki og London.

Árið 2020 vann Hildur Óskarsverðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hildur er jafnframt fjórða konan frá upphafi sem hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist

Fyrri mánuðir: Bogdan KmelnitskíjJóhannesarjurtHaile SelassieGilgamesarkviðaJames Bond


skoða - spjall - saga


Maí
Japanese artillery soldiers with gas masks, Changsha, 1941.jpg

Seinna stríð Kína og Japans var styrjöld á milli Lýðveldisins Kína og japanska keisaradæmisins sem háð var frá 1937 til 1945. Stríðið hófst í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og rann inn í hana eftir að Japanir gerðu árás á Perluhöfn árið 1941. Stríðinu lauk með skilyrðislausri uppgjöf Japana fyrir bandamönnum eftir kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945.

Orsök stríðsins var útþenslustefna Japana, sem höfðu uppi áætlanir um að ná yfirráðum yfir allri Suðaustur-Asíu. Innrás Japana var framkvæmd í nokkrum þrepum sem kölluðust í japönskum áróðri „kínversku atvikin“ og voru útmáluð sem ögranir Kínverja gegn Japönum sem réttlættu hernaðarinngrip. Japanir notuðu Mukden-atvikið svokallaða árið 1931 sem tylliástæðu til að gera innrás í Mansjúríu. Árið 1937 hófu Japanir svo allsherjarinnrás í Kína eftir atvikið við Marco Polo-brúna svokallaða. Upphaf hinnar eiginlegu styrjaldar er miðað við það ár, og stundum er upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar einnig miðað við ártalið þótt algengast sé á Vesturlöndum að miða við innrásina í Pólland 1939. Kínverjar börðust einir gegn Japönum frá 1937 til 1941 en eftir að Japanir réðust á Perluhöfn komu bandamenn seinni heimsstyrjaldarinnar þeim til aðstoðar og hjálpuðu þeim að vinna bug á innrásinni.

Fyrri mánuðir: Hildur GuðnadóttirBogdan KmelnitskíjJóhannesarjurtHaile SelassieGilgamesarkviða


skoða - spjall - saga


Júní
Logo quran kareem png.png

Kóranismi (arabíska: القرآنية‎; al-Qur'āniyya, einnig þekkt sem kóranísk ritningarstefna) samanstendur af þeim viðhorfum að íslömsk lög og leiðsögn eigi að vera byggð á Kóraninum og eiga því að vera algerlega eða að hluta til andstæð trúarlegu valdi, áreiðanleika og sanngildi hadíðubókmennta. Kóranistar trúa því að skilaboð Guðs innan Kóransins séu skýr og fullkomin eins og þau eru, vegna þess að Kóraninn segir það og því er hægt að skilja hann að fullu án þess að sækja í skýringar hadíða, sem kóranistar telja að séu fölsun.

Þegar kemur að trú, lögfræði og löggjöf hafa kóranistar aðra skoðun en þeir sem aðhyllast ahl al-Hadith þar sem þeir síðarnefndu telja að hadíðuskýringar séu viðbót við Kóraninn sem íslamskt kennivald þegar kemur að lögum og trúarjátningu. Hver sá flokkur sem styðst við hadíðuskýringar innan Íslam hefur sína eigin sér útgáfu af þeim skýringum sem þeir styðjast við, en þeim er svo hafnað af öðrum flokkum sem styðjast við aðrar hadíðuskýringar. Kóranistar hafna öllum hadíðuskýringum og boða engar slíkar.

Kóranistum svipar til hreyfinga innan annara abrahamískra trúarbragða, líkt og Karaite-hreyfingarinnar innan gyðingdóms og Sola scriptura-viðhorfsins meðal mótmælenda innan kristindóms.

Fyrri mánuðir: Seinna stríð Kína og JapansHildur GuðnadóttirBogdan KmelnitskíjJóhannesarjurtHaile Selassie


skoða - spjall - saga


Júlí
Ridley Scott by Gage Skidmore.jpg

Sir Ridley Scott er breskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þekktustu myndir hans eru Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator.

Eftir þá miklu velgegni sem Gladiator fékk, ásamt því að margir segja hana vera sú sem endurvakti sverð og sandala myndirnar. Þá sneri Scott sér næst að Hannibal, framhaldsmynd The Silence of the Lambs. Árið 2001 þá gerði hann Black Hawk Down hermynd byggða á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Sómalíu árið 1993. Lyfti hún Scott frekar upp á stall sem kvikmyndagerðarmanni.

Fyrri mánuðir: KóranismiSeinna stríð Kína og JapansHildur GuðnadóttirBogdan KmelnitskíjJóhannesarjurt


skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2022
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2022
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2022
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2022
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2022
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202020212022