Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kauphöllin í New York er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.

Kauphöllin í New York er í eigu keðjunnar Intercontinental Exchange. Það er bandarískt eignarhaldsfyrirtæki sem er sjálft á skrá NYSE.

Dagleg viðskipti nema um 169 milljörðum dala eða um 22.084 milljörðum íslenskra króna miðað við ofangreint gengi. Alls eru um 2.800 fyrirtæki í kauphöllinni. Í júlí 2004 voru 28 af 30 fyrirtækjum Dow Jones-vísitölunnar skráð í New York-kauphöllinni.

Í kauphöllinni er svokallað viðskiptagólf. Þar keppast menn um kaup og sölu með látum, hrópa sem hæst og bjóða þau verðbréf til sölu, sem þeir hafa til umráða. Í kauphöllinni eru 21 herbergi sem nýtast til viðskipta.