Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ariana Grande er bandarísk söngkona og leikkona. Hún fæddist í Boca Raton, Flórída og er af ítölskum ættum. Hún varð fyrst fræg fyrir hlutverkið sitt sem Cat Valentine í sjónvarpsþáttunum Victorious og Sam & Cat á Nickelodeon. Þegar Grande var fimmtán ára lék hún Charlotte í Broadway söngleiknum 13. Einnig lék hún í kvikmyndinni Swindle þar sem hún fór með hlutverkið Amanda Benson, eða Mandy the Mutant.

Fyrsta breiðskífa Grande var Yours Truly (2013) sem náði góðum vinsældum þar sem lagið „The Way“ komst í topp tíu á Billboard Hot 100. My Everything (2014) var önnur platan hennar og inniheldur hún lög í EDM stíl. Á plötunni má finna lögin „Problem“, „Bang Bang“ og „Break Free“ sem hlutu mikilla vinsælda. Þriðja platan, Dangerous Woman (2016), var fyrsta breiðskífa Grande til að lenda í fyrsta sæti í Bretlandi. Persónulegir erfiðleikar höfðu áhrif á fjórðu og fimmtu plötu hennar, Sweetener (2018) og Thank U, Next (2019), og eru lögin í stíl við trapp tónlistarstefnuna.