Fara í innihald

Sadiq Khan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sadiq Khan
Borgarstjóri Lundúna
Núverandi
Tók við embætti
9. maí 2016
ForveriBoris Johnson
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. október 1970 (1970-10-08) (53 ára)
Tooting, London, Englandi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiSaadiya Ahmed ​(g. 1994)​
TrúarbrögðSúnní
Börn2
HáskóliUniversity of North London
University of Law
AtvinnaStjórnmálamaður

Sadiq Khan (f. 8. október 1970 í Tooting, London) er núverandi borgarstjóri í London. Hann var kjörinn í maí 2016 með 57% atkvæða [1] og tók við af Boris Johnson. Khan er meðlimur Verkamannaflokksins og er lýst sem sósíaldemókrata.

Khan er af pakistönstum ættum og unnu foreldrar hans verkamannastörf; faðir hans sem strætisvagnabílstjóri og móðir hans sem saumakona. Hann lærði lögfræði og sérhæfði sig í mannréttindum. Khan hefur gegnt þingmennsku í Bretlandi og var meðal annars samgönguráðherra í stjórn Gordon Brown árið 2008.

Hann er fyrsti músliminn til að gegna borgarstjórastöðu í evrópskri höfuðborg. Við kjör sitt lofaði hann að vera borgarstjóri allra Lundúnabúa og beita sér gegn ójöfnuði.[2] Khan hefur kosið með hjónaböndum samkynhneigðra og sótti minningarathöfn um helförina í byrjun borgarstjórnartíðar sinnar.[3]

Khan var kjörinn til þriðja kjörtímabils síns í borgarstjóraembætti í sveitarstjórnarkosningum árið 2024.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. British Muslim Sadiq Khan sworn in as London mayor Al Jazeera. Skoðað 9. maí, 2016
  2. Elections: Labour's Sadiq Khan elected London mayor BBC. Skoðað 9. maí 2016.
  3. Sadiq Khan Attends Holocaust Memorial as First Official Mayoral Act Haaretz. Skoðað 9. maí, 2016.
  4. Róbert Jóhannsson (4. maí 2024). „Íhaldsflokkurinn galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum“. RÚV. Sótt 4. maí 2024.