Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins/2005

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

September
Málverk sem talið er vera af Jørgen Jørgensen

Jørgen Jørgensen (1780 í Kaupmannahöfn í Danmörku20. janúar 1841 í Hobart í Tasmaníu), sem í daglegu tali er kallaður Jörundur hundadagakonungur, var danskur að uppruna og ólst upp í Danmörku. Hann var mikill ævintýramaður og ógæfumaður. Hann bjó í Bretlandi framan af og dáðist að öllu, sem enskt var. Síðar þvældist hann inn í Íslandsævintýri sitt og varð þar konungur um nokkurra vikna skeið og er viðurnefni hans á Íslandi dregið af því að hann var konungur um hundadagana. Eftir að hann var fluttur aftur til Bretlands var hann meira og minna fangi, vegna þess að hann var forfallinn spilafíkill og greiddi aldrei skuldir sínar. Að lokum var hann fluttur sem fangi til Ástralíu. Hann fékk frelsi nokkrum árum áður en hann dó.

Fyrri mánuðir:


skoða - spjall - saga


Október
Verkið Sannleikur eftir Frakkann Jules Joseph Lefebvre

Sannleikur er heimspekilegt hugtak, sem gegnir mikilvægu hlutverki í málspeki og þekkingarfræði, en er auk þess hluti af hversdagslegum orðaforða okkar og er eitt mesta grundvallarhugtak sem við búum yfir.

Þegar einhver er sammála fullyrðingu, segir hann að hún sé „sönn“. Þekkingarfræði, sem fjallar um eðli og uppsprettu þekkingar, leitar lausna á fjölmörgum heimspekilegum gátum um „sannleika“ en auk þess er sannleikshugtakið gríðarlega mikilvægt í málspeki og er nátengt merkingarhugtakinu.


skoða - spjall - saga


Desember
Gamli skóli, elsta hús Menntaskólans á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri (latína: Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem staðsettur er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.


skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024