Wikipedia:Grein mánaðarins/2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

Janúar

Helmut Kohl var þýskur stjórnmálamaður. Hann var kanslari Vestur-Þýskalands frá 1982 til 1990 og sameinaðs Þýskalands frá 1990 til 1998. Hann varð formaður Kristilega demókratasambandsins 1973, eins stærsta stjórnmálaflokks Þýskalands. Sextán ára kanslaratíð hans nær yfir endalok kalda stríðsins og var sú lengsta í sögu Þýskalands frá valdatíð Ottos von Bismarck.

Kohl var leiðandi í sameiningarferli Þýskalands og, ásamt François Mitterrand Frakklandsforseta, er eignaður heiðurinn af því að hafa komið á Maastrichtsáttmálanum og þar með Evrópusambandinu. Ásamt Jean Monnet og Jacques Delors er Kohl eini maðurinn sem hefur verið sæmdur heiðursnafnbótinni Heiðursborgari Evrópu.


skoða - spjall - saga


Febrúar

Bódísea var keltnesk drottning þjóðflokks Ísena sem bjuggu þar sem nú er Norfolk í Englandi. Hún leiddi uppreisn gegn hernámsliði Rómverja á Bretlandi árið 60 eða 61.

Ritað var um uppreisn Bódíseu í verkum sagnaritaranna Tacitusar og Cassiusar Dio. Þessi verk voru enduruppgötvuð á endurreisnartímanum en á Viktoríutímabilinu var í auknum mæli farið að bera Bódíseu saman við Viktoríu Bretadrottningu og henni lyft upp á stall sem bresku þjóðartákni og þjóðhetju.


skoða - spjall - saga


Mars

Alsírstríðið, einnig kallað alsírska sjálfstæðisstríðið eða alsírska byltingin var stríð á milli Frakklands og alsírsku Þjóðfrelsisfylkingarinnar sem háð var frá 1954 til 1962.

Stríðið leiddi til þess að Alsír hlaut sjálfstæði frá Frakklandi. Stríðið einkenndist af beitingu skæruhernaðar og af útbreiddri notkun pyntinga hjá báðum stríðsaðilum. Stríðið var aðallega háð í Alsír, sem þá var undir frönskum yfirráðum.

Undir lok stríðsins var Frakkland á barmi herforingjabyltingar. Alsírstríðið leiddi til þess að fjórða franska lýðveldið hrundi og stjórnarskrá Frakklands var endurrituð.


skoða - spjall - saga


Apríl

Oda Nobunaga var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin eða þriggja ríkja öldin, í sögu Japans.

Sengoku-öldin einkenndist af blóðugum átökum borgarastyrjaldar. Nobunaga bar aðeins titilinn lénsherra en var þó valdameiri en bæði keisarinn og sjóguninn, sem var yfirmaður hersins. Ævi hans var undirlögð af bardögum og átökum við aðra valdamenn ríkisins. Flest öllum átökunum lauk með sigri Nobunaga en farsæld hans á bardagavellinum hjálpaði honum að leggja grunninn að sameiningu Japans undir eina stjórn. Sérviska hans og ráðsnilld hefur gert Nobunaga að einni þekktustu persónu japanskrar sögu.


skoða - spjall - saga


Maí

Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2024
skoða - spjall - saga


Júní

Wikipedia:Grein mánaðarins/06, 2024
skoða - spjall - saga


Júlí

Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2024
skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2024
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2024
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2024
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2024
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2024
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024