Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2023
Seinna Téténíustríðið var stríð sem Rússar háðu gegn aðskilnaðarsinnum í Téténíu frá 1999 til 2000. Eiginlegum stríðsátökum lauk með sigri Rússa árið 2000 en uppreisnarhópar héldu áfram hernaði gegn rússneskum yfirráðum þar til hernaðaraðgerðum lauk árið 2009.
Stríðið hófst samhliða valdatöku Vladímírs Pútín í Rússlandi og er því stundum kallað „stríð Pútíns“ til að greina það frá fyrra Téténíustríðinu, sem er þá kallað „stríð Jeltsíns.“ Stríðið setti svip sinn á fyrstu valdaár Pútíns og framganga hans í því átti þátt í að auka vinsældir hans og treysta stöðu hans sem leiðtoga Rússlands.
Stríðinu lauk með sigri Rússa gegn aðskilnaðarsinnum. Rússar gerðu feðgana Akhmad og Ramzan Kadyrov, sem höfðu áður barist fyrir sjálfstæði Téténíu, að umboðsstjórnendum sínum í Téténíu.