Wikipedia:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023


Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Wagner-hópurinn (rússneska: Группа Вагнера; umritað Grúppa Vagnera) er hópur rússneskra málaliða sem var stofnaður árið 2014 af ólígarkanum Jevgeníj Prígozhín. Prígozhín var náinn bandamaður Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og Wagner-hópurinn hefur starfað í ýmsum löndum sem nokkurs konar óformlegur armur rússneska hersins eða „hulduher“ ríkisstjórnar Pútíns. Hópurinn hefur meðal annars barist með Rússum eða bandamönnum þeirra í Úkraínu, Sýrlandi og í Vestur-Afríku.

Hernaðarleiðtogi Wagner-hópsins var lengst af Dmítríj Útkín, fyrrum sérsveitarmaður innan leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Útkín, sem var áhugamaður um þýska hernaðarsögu og var skreyttur húðflúrum með nasistamerkjum, nefndi hópinn eftir þýska tónskáldinu Richard Wagner.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins[breyta frumkóða]

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/12, 2023. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.