Wikipedia:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Greinar mánaðarins: 20052006200720082009201020112012201320142015201620172018201920202021

Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

James Bond (Daniel Craig) figure at Madame Tussauds London (30318318754).jpg

James Bond er skáldsagnapersóna úr bókum eftir Ian Fleming. Um hann hafa einnig verið gerðar margar kvikmyndir.

James Bond er myndarlegur breskur njósnari með einkennisnúmerið 007, sem þýðir að hann hefur leyfi til að drepa. Hann ferðast um heiminn og notar gáfur sínar, bardagakunnáttu og hátækni til þess að sigra illmenni sem sækjast eftir heimsyfirráðum. Ian Fleming notaði þó ekki mikil tæki og tól í bókum sínum en þau urðu eitt af helstu einkennum Bonds þegar myndirnar komu út. Önnur helstu einkenni Bonds eru m.a. að hann er hrifinn að vodka-martini („shaken, not stirred”), Walther PPK skammbyssan hans og sá vani hans að kynna sig sem: „Bond, James Bond“.

Ian Fleming, höfundur flestra bókanna, skrifaði margar bækur og smásögur um persónuna frá árunum 1953-1964. En eftir dauða hans árið 1964 voru aðrir rithöfundar sem héldu persónunni gangandi, þ.á m. Kingsley Amis, John Pearson, John Gardner, Raymond Benson og Charlie Higson.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins[breyta frumkóða]

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/12, 2021. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.