Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024 · 2025


Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Elizabeth Holmes

Elizabeth Holmes

Elizabeth Holmes er bandarísk athafnakona, fyrrverandi frumkvöðull í líftæknigeiranum og dæmdur fjársvikari. Holmes var framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, sem hún stofnaði þegar hún var nítján ára gömul. Andvirði Theranos rauk upp í marga milljarða Bandaríkjadala eftir að fyrirtækið tilkynnti að það hefði þróað búnað sem átti að geta framkvæmt blóðprufur með aðeins fáeinum blóðdropum sem hægt væri að taka með nál í fingur.

Árið 2015 taldi tímaritið Forbes Holmes yngsta og auðugasta „sjálfskapaða“ kvenkyns milljarðamæring í Bandaríkjunum. Næsta ár fóru hins vegar að koma fram ábendingar um að fyrirtækið hefði sagt fjárfestum ósatt um það hvað nýi blóðprufubúnaðurinn gat gert og hve langt þróun hans var komin. Þetta leiddi til þess að mat á andvirði Theranos hríðféll og Holmes var ákærð fyrir fjársvik. Holmes var að endingu sakfelld vegna stórfelldra fjársvika árið 2022 og dæmd í rúmlega ellefu ára fangelsi.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins

[breyta frumkóða]

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/05, 2025. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.