Wikipedia:Grein mánaðarins
2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024 · 2025
|
Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.
Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:
Nasistakveðja
Nasistakveðja eða Hitlerskveðja er kveðja sem felst í því að rétta fram hægri handlegginn og láta höndina snúa niður með útrétta fingur. Kveðjan byggir á svokallaðri „rómverskri kveðju“, sem var eitt af einkennismerkjum ítalskra fasista. Hún var síðan tekin upp af Nasistaflokki Adolfs Hitler í Þýskalandi og varð eftir það einkum bendluð við nasisma. Í Þýskalandi nasismans frá 1933 til 1945 sagði fólk jafnan Heil Hitler (ísl. „Heill sé Hitler)“ þegar það fór með kveðjuna. Í Þýskalandi heilsaði fólk stundum jafnframt að sið nasista með beygðum handlegg fremur en útréttum, þar á meðal Hitler sjálfur.
Kveðjan er enn notuð af sumum nýnasistahópum og nýfasistum á Ítalíu.
Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins
[breyta frumkóða]Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/03, 2025. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.