Jarðvegur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mold)
Mynd sem sýnir algengan þverskurð af jarðvegslögum

Jarðvegur er jarðlag eða setlag úr steindum og lífrænum efnum. Þykkt jarðvegs getur verið frá sentimetrum upp í meira en metra á yfirborði lands. Uppistöðuefni jarðvegs eru bergbrot og steindir, lífræn efni, vatn og loft. Jarðvegsgerðir eru mismunandi eftir hlutföllum þessara uppistöðuefna. Loft sem er fast í holrýmum á milli agna, utan á ögnum og í vatni í jarðveginum, getur verið allt að helmingur af rúmmáli hans. Innihald bergbrota og steinda í jarðveginum er flokkað eftir kornastærð t.a.m. í sand (grófast), silt og leir (fínast). Hlutfall þessara agna ræður að mestu leyti flokkun og einkennum jarðvegsins.

Íslenskur jarðvegur[breyta | breyta frumkóða]

Íslenskur jarðvegur er ríkur af eldfjallaösku og kallast hann eldfjallajörð eða Andosol, en slíkur jarðvegur finnst eingöngu á eldvirkum svæðum jarðar og er því illa samanburðarhæfur við jarðveg meginlandanna. Íslenskur jarðvegur hefur sérstaka eiginleika sem hafa t.a.m. áhrif á hvernig hann rofnar. Hann hefur litla samloðun, en getur gleypt í sig mikið magn af vatni. Þessi eiginleiki magnar upp frostverkun, sem veldur jarðskriði, og skriðuföllum auk myndunar ísnála og þúfnalandslags. Lítil samloðun jarðvegsins gerir hann viðkvæman gagnvart regndropum sem skella á honum og rennandi vatni, sérstaklega þegar jarðvegurinn er þegar mettaður af vatni. Jarðvegurinn er yfirmettaður á veturna og á vorin þegar frosið lag kemur í veg fyrir brottrennsli vatnsins. Vindrof eykst einnig vegna lítillar samloðunnar, uppsöfnunar agna af siltstærð, og lítillar eðlisþyngdar jarðvegsagnanna. Sérstaklega grófra gjóskukorna (1 g/cm3).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]