Fáni Kanada

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Kanada. Hlutföllin eru 1:2
Red Ensign var þjóðfáni Kanada de facto til 1965
Union Jack var formlega þjóðfáni Kanada til 1965

Fáni Kanada er rauður með hvítum ferningi í miðju þar sem er rautt hlynblað með ellefu oddum. Í Kanada er fáninn kallaður Maple Leaf Flag á ensku og l'Unifolié á frönsku.

Hinn þekkti Union Jack var um langt skeið formlegur fáni Kanada en á 20. öld voru lengi deilur um hvort ætti að skipta um fána og þá hvernig sá fáni ætti að vera. Nokkrar samkeppnir voru haldnar um nýjan fána en það var ekki fyrr en 22. október 1964 sem kanadíska þingið ákvað að velja núverandi fána sem var hugmynd George Standley. Elísabet 2. Englandsdrottning tók fánann formlega upp 15. febrúar 1965.

Frá 1921 hafa rauður og hvítur verið „opinberir litir“ Kanada eftir að Georg 5. konungur lýsti því yfir að rauði liturinn kæmi úr Andrésarkrossinum á enska fánanum og hvítur úr skjaldarmerki Frakkakonungs frá tímum Karls 7. Hlynurinn hefur lengi verið eitt af þjóðartáknum Kanada.