Fara í innihald

Jean Chrétien

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jean Chrétien
Jean Chrétien árið 2010.
Forsætisráðherra Kanada
Í embætti
4. nóvember 1993 – 12. desember 2003
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
LandstjóriRay Hnatyshyn
Roméo LeBlanc
Adrienne Clarkson
ForveriKim Campbell
EftirmaðurPaul Martin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. janúar 1934 (1934-01-11) (90 ára)
Shawinigan, Québec, Kanada
ÞjóðerniKanadískur
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi flokkurinn
MakiAline Chaîné (g. 1957)
Börn3
HáskóliLaval-háskóli
Undirskrift

Joseph Jacques Jean Chrétien (f. 11. janúar 1934) er kanadískur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Kanada frá 4. nóvember 1993 til 12. desember 2003.

Chrétien er fæddur og uppalinn í Shawinigan í Québec og útskrifaðist með lagagráðu frá Laval-háskóla. Hann var fyrst kjörinn á neðri deild kanadíska þingsins árið 1963 og gegndi nokkrum sinnum ráðherraembætti á stjórnartíð Pierre Trudeau, meðal annars sem dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra frumbyggjamála og þróunar í norðurhluta landsins. Hann var jafnframt aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra í stuttlífri ríkisstjórn Johns Turner. Chrétien varð leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 1990 og leiddi flokkinn til sigurs í þingkosningum árið 1993. Chrétien varð forsætisráðherra Kanada og vann endurkjör árin 1997 og 2000.

Upphaf ferilsins

[breyta | breyta frumkóða]

Chrétien bauð sig fram á þing í kjördæminu Saint-Maurice—Laflèche í Shawinigan fyrir Frjálslynda flokkinn í þingkosningum árið 1963 og náði kjöri.[1] Hann varð í kjölfarið þingritari þáverandi forsætisráðherra, Lesters B. Pearson.

Frá árinu 1966 var Chrétien þingritari Mitchells Sharp, þáverandi fjármálaráðherra Kanada.[2] Í janúar árið 1968 útnefndi Pearson Chrétien í embætti ráðherra vaxtatekna.

Í annarri ríkisstjórn Trudeau

[breyta | breyta frumkóða]

Frjálslyndi flokkurinn tapaði þingkosningunum árið 1979. Íhaldsflokkurinn myndaði stuttlífa ríkisstjórn undir forsæti Joe Clark.[3] Frjálslyndi flokkurinn komst aftur til valda þegar kallað var til kosninga á ný ári síðar og þegar Pierre Trudeau varð forsætisráðherra á ný útnefndi hann Chrétien dómsmálaráðherra.

Chrétien gegndi mikilvægu hlutverki í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin var um sjálfstæði Québec frá Kanada árið 1980.[2] Hann var mjög mótfallinn því að Québec yrði sjálfstætt ríki og beitti sér því af hörku í kosningabaráttunni til að hvetja landa sína til að kjósa gegn sjálfstæðinu.

Sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar

[breyta | breyta frumkóða]

John Turner, eftirmaður Trudeau, sagði af sér sem leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 1990 og Chrétien vann kosningu um eftirmann hans á landsþingi flokksins í júní árið 1990.

Þegar Chrétien varð leiðtogi Frjálslynda flokksins hafði flokkurinn næstflest sæti á kanadíska þinginu. Hann varð því leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Stjórnartíð hans fór nokkuð brösulega af stað og nokkrir þingmenn flokksins frá Québec sögðu sig úr flokknum þegar hann var kjörinn flokksleiðtogi.

Forsætisráðherra Kanada (1993–2003)

[breyta | breyta frumkóða]

Kosningarnar 1993

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar forsætisráðherrann Brian Mulroney sagði af sér árið 1993 tók Kim Campbell við af honum sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Kanada.[4] Þá var aðeins stutt eftir af kjörtímabilinu og nær öll forsætisráðherratíð Campbell einkenndist því af kosningabaráttu hennar gegn Chrétien.

Eitt helsta kosningaloforð Chrétiens var að ríkisstjórn Frjálslynda flokksins myndi fella niður vöru- og þjónustuskatt íhaldsstjórnarinnar.[5] Ríkisstjórn Mulroney hafði sett skattinn og hann reyndist mjög óvinsæll meðal kanadísks almennings.[6] Hann lofaði einnig að semja um endurskoðun á Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku (NAFTA) og draga úr tekjuhalla Kanada.

Chrétien og Frjálslyndi flokkurinn unnu kosningarnar og urðu stærsti þingflokkurinn með 177 sæti. Íhaldsflokkurinn tapaði næstum öllum þingsætum sínum og hélt aðeins tveimur sætum eftir kosningarnar.[7]

Stjórnmálaskoðanir

[breyta | breyta frumkóða]

Við upphaf ferils síns þótti Chrétien tilheyra vinstri væng Frjálslynda flokksins.[8] Sem forsætisráðherra rak han þó stefnur í anda nýfrjálshyggju og gætti aðhalds í ríkisútgjöldum.[9][10][11]

Foreldrar Chrétiens voru Wellie Chrétien og Marie Boisvert.

Chrétien kvæntist Aline Chaîné árið 1957. Þau höfðu þekkst frá æskuárum sínum í Shawinigan. Chaîné var náinn ráðgjafi Chrétiens á stjórnmálaferli hans.[12] Þau eignuðust tvo syni og eina dóttur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The Right Hon. Joseph Jacques Jean Chrétien, P.C., Q.C., C.C., O.M., M.P.“. Parlinfo. Þing Kanada. Sótt 31. ágúst 2020.
  2. 2,0 2,1 „The Right Honourable Joseph Jacques Jean Chrétien“. First Among Equals. Library and Archives Canada. 23. apríl 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2019. Sótt 23. apríl 2020.
  3. Bothwell, Robert (21. maí 2013). „Elections of 1979 and 1980“. The Canadian Encyclopedia. Sótt 23. apríl 2020.
  4. „Kim Campbell becomes Canada's first woman prime minister“. CBC Archives. Canadian Broadcasting Corporation. 20. júní 2018. Sótt 23. apríl 2020.
  5. Fulton, E. Kaye (6. maí 1996). „Promises, promises“. Maclean's. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. ágúst 2020. Sótt 23. apríl 2020.
  6. Simpson, Jeffrey (7. janúar 2011). „The GST, hated by many, stands the test of time“. The Globe and Mail. Sótt 23. apríl 2020.
  7. Mansbridge, Peter (kynnir); Schlesinger, Joe (fréttamaður) (26. október 1993). „1993: Tories trampled in Liberal landslide“ (sjónvarpsefni). Canada: Canadian Broadcasting Corporation. Sótt 23. apríl 2020.
  8. Taube, Michael (janúar 2018). „Jean Chrétien: Fox or snake“. Literary Review of Canada. Sótt 26. apríl 2020.
  9. Plamondon, Bob (18. desember 2017). „Plamondon: Canada's most conservative prime minister? It's not who you think“. Ottawa Citizen. Sótt 26. apríl 2020.
  10. Geddes, John (11. janúar 2019). „This is what's wrong with Canada's Left“. Maclean's. Sótt 26. apríl 2020.
  11. „Canadian Political Parties“. Canada Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. desember 2020. Sótt 26. apríl 2020.
  12. Fulton, E. Kaye (18. apríl 1994). „A Very Private Lady“. Maclean's. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2020. Sótt 25. apríl 2020.


Fyrirrennari:
Kim Campbell
Forsætisráðherra Kanada
(4. nóvember 199312. desember 2003)
Eftirmaður:
Paul Martin